Enn og aftur vill ég hvetja það fólk sem ætlar að fá leiðréttingu á kyni nafns síns, að sækja um breytingu á nafni. Eins og í Danmörku segja íslensk yfirvöld við þau sem hafa leitað til þeirra um nafnabreytingu:
“Nei við leyfum það ekki fyrr en þú ert búin(n) að fá leiðréttingu á kyni.”
Dönsk yfirvöld og einnig íslensk hafa síðan getað státað sig af að engum umsóknum um breytingar á nöfnum hafi verið hafnað, einfaldlega vegna þess að yfirvöld færast undan skyldu sinni til að taka á móti þessum umsóknum.
Þessu þarf að breyta. Yfirvöldum er ekki heimilt að færast undan skyldum sínum. Móttaka á umsóknum um nafnabreytingar er ein af mörgum skyldum Dómsmálaráðherra.
Að sækja um þetta er eru réttindi okkar. Krækjan undir fyrirsögninni vísar beint á síðu dómsmálaráðuneytis með umsóknareyðublaði. Það er einnig hér.
Umsókn um Nafnabreytingu
Hér að neðan er dæmi um útfyllingu á eyðublöðum. Í dæmunum eru notuð nöfnin Jón Gunnar Jónsson og Anna Jónsdóttir en þau hafa ekkert með raunverulegar persónur að gera.
Núverandi fullt nafn: Jón Gunnar Jónsson
Kennitala: 012345-6789
Lögheimili: Götustræti 10
Eiginnafn/-nöfn verði þannig: Anna
Millinafn verði þannig:
Fullt nafn verði þannig: Anna Jónsdóttir
Ástæður fyrir umsókn þessari eru:
Ég nota eingöngu nafnið Anna Jónsdóttir nú og framvegis. Fjölskylda mín, vinir, kunningjar, nágrannar, vinnufélagar og aðrir þekkja mig sem Anna Jónsdóttir en ég hafna alfarið notkun þess nafns sem ég er nú skráð undir í þjóðskrá. Félagslega séð er ég kona og því er það mér til ama að bera karlmannsnafn, sbr. 2. og 3. mgr 5. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996 með seinni breytingum. Karlmannsnafn er mér daglega til ama sbr. Dóm Mannréttindadómstóls Evrópu Strasbourg
24 January 1992 í máli nr. 57/1990/248/319 CASE OF B. v. FRANCE, sbr. 65. , 70. og 71. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Dómsmálaráðherra er heimilt að leyfa ofangreinda breytingu skv. 13. og 16. gr. áðurnefndra laga um mannanöfn, en án heimildar er sýnt að brotið verður á mannréttindum umsækjanda hvað varðar friðhelgi einkalífsins.
Fyrir Hönd Jóns Gunnars Jónssonar,
Anna Jónsdóttir
____________________________________
Undirritun
Ofangreint uppkast má eflaust betrumbæta með því að hafa til hliðsjónar verk laganema við Háskóla Íslands um þetta efni.