2006-05-29

Nafnabreyting

Enn og aftur vill ég hvetja það fólk sem ætlar að fá leiðréttingu á kyni nafns síns, að sækja um breytingu á nafni. Eins og í Danmörku segja íslensk yfirvöld við þau sem hafa leitað til þeirra um nafnabreytingu:

“Nei við leyfum það ekki fyrr en þú ert búin(n) að fá leiðréttingu á kyni.”

Dönsk yfirvöld og einnig íslensk hafa síðan getað státað sig af að engum umsóknum um breytingar á nöfnum hafi verið hafnað, einfaldlega vegna þess að yfirvöld færast undan skyldu sinni til að taka á móti þessum umsóknum.


Þessu þarf að breyta. Yfirvöldum er ekki heimilt að færast undan skyldum sínum. Móttaka á umsóknum um nafnabreytingar er ein af mörgum skyldum Dómsmálaráðherra.


Að sækja um þetta er eru réttindi okkar. Krækjan undir fyrirsögninni vísar beint á síðu dómsmálaráðuneytis með umsóknareyðublaði. Það er einnig hér.


Umsókn um Nafnabreytingu

Hér að neðan er dæmi um útfyllingu á eyðublöðum. Í dæmunum eru notuð nöfnin Jón Gunnar Jónsson og Anna Jónsdóttir en þau hafa ekkert með raunverulegar persónur að gera.


Núverandi fullt nafn: Jón Gunnar Jónsson

Kennitala: 012345-6789

Lögheimili: Götustræti 10

Eiginnafn/-nöfn verði þannig: Anna

Millinafn verði þannig:

Fullt nafn verði þannig: Anna Jónsdóttir


Ástæður fyrir umsókn þessari eru:

Ég nota eingöngu nafnið Anna Jónsdóttir nú og framvegis. Fjölskylda mín, vinir, kunningjar, nágrannar, vinnufélagar og aðrir þekkja mig sem Anna Jónsdóttir en ég hafna alfarið notkun þess nafns sem ég er nú skráð undir í þjóðskrá. Félagslega séð er ég kona og því er það mér til ama að bera karlmannsnafn, sbr. 2. og 3. mgr 5. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996 með seinni breytingum. Karlmannsnafn er mér daglega til ama sbr. Dóm Mannréttindadómstóls Evrópu Strasbourg

24 January 1992 í máli nr. 57/1990/248/319 CASE OF B. v. FRANCE, sbr. 65. , 70. og 71. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Dómsmálaráðherra er heimilt að leyfa ofangreinda breytingu skv. 13. og 16. gr. áðurnefndra laga um mannanöfn, en án heimildar er sýnt að brotið verður á mannréttindum umsækjanda hvað varðar friðhelgi einkalífsins.



Fyrir Hönd Jóns Gunnars Jónssonar,

Anna Jónsdóttir

____________________________________

Undirritun


Ofangreint uppkast má eflaust betrumbæta með því að hafa til hliðsjónar verk laganema við Háskóla Íslands um þetta efni.


2006-05-27

Danir fara erlendis til að fá leiðréttingu á kyni

Fólk með kynáttunarvanda ferðast til Thailands í aðgerð til leiðréttingar á kyni, því þau fá ekki leyfi til þess í Danmörku. Transfólk óskar eftir lagasetningu sem gerir þeim auðveldara fyrir að fá aðgerðina. Málið er nú orðið pólitískt.


Sjúklingasamtök um kynáttunarvanda, áætla að nú séu um 20 danir árlega sem fá aðgerð erlendis. Flestir fara til Thailands, þar sem skurðlæknarnir krefjast eingöngu meðmæla frá heimilislækni sjúklingsins.


Þörfin er meiri en nokkru sinni fyrr.


»Sumir gefast upp og taka eigið líf. Hinir fara til Thailands eða annarra landa, þar sem það er auðveldara að fá aðgerðina«, segir Sophie Frederikke Schröder, sem er formaður Sjúklingasamtakanna og fékk sjálf leiðréttingu á kyni í Bangkok seinasta ár.


Einn af reyndustu lýtalæknum veraldar, hinn tælenski Dr. Preecha Tiewtranon, er sammála því að þörfin fyrir aðgerðir er meiri en sá fjöldi sem yfirvöld gefa leyfi fyrir í mörgum vestrænum löndum.


»TS fólk kemur til mín, af því að þau hafa fengið neitun í eigin landi. Það er hræðilegt fyrir þau, af því að þau flestu hafa haft löngun til að leiðrétta kyn sitt síðan í barnæsku« segir Dr. Preecha, sem hefur gert aðgerðir á fjölmörgun Dönum [ Þýðandi þekkir amk. fimm persónulega: innskot þýðanda]


Erfið leið til leiðréttingar á kyni.


Danir með kynáttunarvanda hafa án árangusrs,krafist löggjafar sem gerir það auðveldara fyrir þau að komast í aðgerð.


Eins og staðan er í dag, þarf að sækja um hjá Heilbrigðisstjórninni, sem þá biður um álit Kynlífsfræðistofu Ríkisspítalans. Út frá þeim samtölum sem, kynlífsfræðistofan hefur átt við sjúklinginn, er gefið álit um hvort farið skuli að ósk sjúklingsins eða ekki.

Álitið er síðan sent til sérstaks ráðs réttarlækna í Dómsmálaráðuneytinu sem metur málið og sendir það aftur til Heilbrigðisstjórnarinnar, sem opinberlega tekur endanlega ákvörðun. Sé svarið nei, er enginn áfrýjunarmöguleiki.


Í röngum líkama.

Ellids Kristensen sem er yfirlæknir og yfirmaður Kynlífsfræðistofu, segir að árlega séu framkvæmdar um fimm til tíu aðgerðir árlega í Danmörku. Hún álítur ekki, að of fáir fái aðgerð á danskri grund.

»Töluvert margt transfólk finnst mjög snemma í lífinu að þau séu fædd í röngum líkama og lífið er mjög þjáningarfullt fyrir þau. Ég á ekki í neinum vandræðum með að mæla með aðgerð fyrir þau« segir Ellids Kristensen og heldur áfram:


Byggt á mati

»En svo eru aðrir, sem lifa í mörg ár sem það kyn sem þau fæddust með. Mörg þeirra giftast of eignast börn og hafa haft mikla ánægju af kynfærum sínum. Þau þjást einnig af ástandi sínu, en öðru hvoru er vafasamt hvort ástandið batnar við aðgerð. «


Hvernig getið þið gert ykkur að dómurum yfir hvort fólk lifir á þjáningarfullann hátt eða ekki?


»Við verðum að gera okkur mynd af stöðunni á sem bestan hátt í samvinnu við sjúklinginn«.


Hafið þið ekki áhyggjur af að þið neitið stundum fólki sem í raun óskar eftir aðgerð?


»Við byggjum þetta allt á mati. Alþjóðleg reynsla sýnir, að mörg þeirra sem þegar hafa lifaða virku lífi með meðfæddum kynfærum sínum, eru í mikilli hættu á að sjá eftir aðgerðinni. Persónulega finnst mér verra að framkvæma aðgerð í tilfellum þar sem við hefðum ekki átt að gera það«, segir Ellids Kristensen.


Danski Alþýðuflokkurinn (DF) fjallar pólítiskt um málið

Þingmaðurinn Birthe Skaarup (DF), formaður Heilbrigðisnefndar ætlar að setja fram fyrirspurn á þingi til Lars Løkke Rasmussen (Venstre) heilbrigðismálaráðherra.


Hún ætlar meðal annars að ræða, hvort rofið skuli einkaleyfi Ríkisspítalans þannig að einnig sjálfstæðir Kynlífsfræðingar geti komið með mat á hvort farið skuli að ósk sjúklingsins eða ekki.


Þýtt beint úr Politiken.dk : Anna Jonna Ármannsdóttir.


Umsókn um nafnbreytingu

Ég skora hérmeð á transfólk á Íslandi sem ætlar sér að fá leiðréttingu á kyni nafns síns, að sækja um breytingu á nafni nú strax. Ég mun aðstoða allt það sem ég get.


Hlutirnir eru að gerast og það gerist núna.

Fundir um leiðréttingu á kyni.

Mánudagskvöldið 22. mai var haldinn lítill sellufundur um málefni fólks sem þarf á leiðréttingu á kyni á halda. Han varaði frá um 21 til 01 um nóttina. Þriðjudag tveir fundir sem stóðu samtals í um 2 klukkutíma. Miðvikudaginn enn einn fundur í um klukkutíma. Föstudagur klukkutíma símasamtal. Það er óviðeigandi að segja frá hvaða manneskjur tóku þátt í þessum fundum. Hinsvegar eru það niðurstöðurnar sem eiga að koma fram hér.

Östrógenmeðferð.

Ég hef verið spurð um hvað ég gerði þegar ég byrjaði í meðferð. Svar:

Það var ein vinkona mín sem útvegaði fyrir mig lyfin Östrógen (Estrogen) og Diane Mite. Fyrra lyfið eru náttúrulegir kvenhormónar en seinna lyfið er p pila sem er mjög gagnleg gegn bólum í andliti sem stafa af karlhormónum. Þessi p pilla eyðir semsagt karlhormónum. Mér er sagt að á Spáni megi kaupa þessi lyf í hvaða apóteki sem er án lyfseðils. Þessi lyf eru algerlega lögleg.

2006-05-26

Ferðalag erlendis í aðgerð.

Möguleiki er á að fá tímabundið vegabréf. Þegar ferðafólk ferðast með vegabréf sem skilríki, er mikilvægt að hafa öryggi þeirra að leiðarljósi. Þegar t.d. transkona ferðast erlendis með vegabréf sem skilgreinir hana sem karl, er ljóst að mun meiri líkur eru á að hún lendi í vandræðum og seinkunum á ferðalagi sínu, en aðrir farþegar. Hún getur jafnvel átt á hættu að vera sett í karlafangelsi án þess að hafa rétt til að koma fyrir dómara eða að fá lögfræðing. Ef það gerist, eru miklar líkur á að henni verði nauðgað. Ef slíkt gerist stuttu eftir að hún hefur farið í aðgerð á kynfærum, er alveg ljóst að líf hennar og heilsa er í hættu.

Við leggjum því til, að Útlendingastofnun gefi út tímabundin vegabréf fyrir þá einstaklinga sem sannanlega eru á leið erlendis í aðgerð til leiðréttingar á kyni. Slíkt er hægt að sanna með skjali frá lækni um að viðkomandi einstaklingur sé í meðferð eða hafi verið í meðferð vegna kynáttunarvanda. Staðfesting á tímapöntun á sjúkrahúsi erlendis væri einnig æskileg.

Dómur mannréttindadómstóls í máli B gegn Frakklandi.

Transkonan B. Stefndi Frakklandi fyrir Manréttindadómstól Evrópu þar sem henni var meinaður aðgangur að leiðréttingu á kyni nafns síns. Henni var með öðrum orðum meinað að breyta nafni sínu og skráningu í þjóðskrá þannig að hún teldist kona. Í dómi sínum lagði Mannréttindadómstóllinn áherslu á, að mikil notkun væri á kynbundnum fornöfnum, og á kennitölum og á skilríkjum sem sýna kyn viðkomandi eins og það er skráð í þjóðskrá. Af þessum sökum hafði Frakkland brotið mannréttindi hennar. Þór Vilhjálmsson var einn dómara í þessu máli.

Á Íslandi eru sömu aðstæður og í Frakklandi, hvað varðar notkun á kynbundnum fornöfnum, noktun á kennitölu og á skráningu kyns samkvæmt þjóðskrá. Einnig er alveg ljóst af reynslu okkar sem hafa reynt, að íslensk yfirvöld hafa hingað til neitað fólki um leyfi til leiðréttingar á nafni áður en aðgerð til leiðréttingar á kyni hefur farið fram. Slík neitun setur verulegar hindranir fyrir líf fólks sem er að reyna að skapa sér tilveru, nafn og menntun. Það er því ljóst að nafnabreytingu þarf að leyfa svo ekki séu settar hindranir fyrir líf fólks. Það er ódýrt, einfalt og fljótlegt.

2006-05-20

Að vera eða ekki vera? Það er spurningin!

Ég var að spá í hvort ég ætti að fara að vera in og blogga: Jég um mig frá mjér til mín. Skrifa jafnvel um hvað ég er að gera, hugsa hvern einasta dag og skreyta það með broskellingum og brosköllum eftir því sem tilfinningar mínar segja til um.

Þetta er hvorki meira né minna en existensíalistisk spursmál ala fyrirsögnina hér að ofan sem Hamlet heitinn lét hafa eftir sér meðan hann rýndi einbeittur í tómar augnatóftirnar í hauskúpu föður síns.

Svo fer maður að velta fyrir sér enn alvarlegri spurningum um til dæmis tilgángi lífsins, og hvað maður vill nota lífið í. Þá minntist ég þess sem Gandálfur hinn grái sagði við Frodo þegar þeir voru villtir í Móríunámum:

Það eina sem við þurfum að ákveða er: Hvernig viljum við nota þann tíma sem okkur er gefinn.

Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum síðan að markmið mitt er að minnihlutahópar njóti sömu réttinda og aðrir hlutar þjóðfélagsins. Þetta er jafnréttishugsjónin.

Einhverjum hefði eflaust dottið í hug orðið Bóhem – eins og í kvikmyndinni Moulin Rouge , frelsi, jafnrétti, bræðralag, kærleikur - en það er of stórt fyrir mig. Þá er það frekar John Lennon sem ég hallast að því lífsspeki hans er einkar einföld eins og það kemur fram í einum af texta hans Beautiful Boy: “Life is what happens to you while you're busy making other plans”. Áætlanir okkar verða að innihalda líf okkar og annarra í kringum okkur. Annars standast þær einfaldlega ekki.


Hér eru svo ein broskelling :) og einn broskall :) til að skreyta þetta. Njótið vel, það verður langt í næsta jég um mig frá mjér til mín.


2006-05-14

Tékknesk lögregla misþyrmdi sérfræðing i mannréttindum

Nokkrir tjekkneskir lögreglumenn hafa verið reknir og refsað fyrir misþyrmingarnar sem áttu sér stað við mótmæli gegn nýnasizma þann 1. mai.
Katerina Jacques hefur enn verki og marbletti eftir misþyrmingar lögreglunnar við friðsama mótmælagöngu þann 1. maí.
Nú fær hún þó eitthvað réttlæti: Tveir lögregluforingjar hafa þegar verið reknir, og allt að tíu lögreglumönnum hefur verið vikið frá störfum um óákveðinn tíma eða verið refsað á annann hátt. Vladislav Husak yfirmaður lögreglunnar, biðst upphátt afsökunar “vegna þessara óréttmætu misþyrminga”.

Kona með völd og áhrif.

Þetta minnir marga tjekka á kommúnistatímabilið, þegar það var venja lögreglunnar að slá mótmælendur til blóðs. Fólk talar sérstaklega um hversu hratt málið hefur verið afgreitt á meðan mörg önnur mál um lögregluofbeldi eru enn ekki útskýrð.
Svo til allir virðast halda, að málsmeðferðinni hafi verið hraðað vegna stöðu þessarar 35 ára gömlu konu. Hún er forstjóri mannréttindaskrifstofu ríkisstjórnarinnar og þarmeð háttsett embættiskona.


Misþyrmt við mótmælagönguna.

En það var sem einstaklingur, að hún tók þátt í mótmælagöngunni þann 1. mai gegn opinberlega leyfðri mótmælagöngu nýnazista og lenti upp á kant við Tomas Cermak lögregluþjón.
Hann varð pirraður, vegna þess að hún hlýddi ekki skipun hans um að koma ekki nær nýnasiztunum, hann skellti henni á gangstéttina og sló svo fast að, hún veinaði af sársauka og varð að far á spítala. Börnin hennar, sem sáu misþyrmingarnar, öskruðu af hræðslu.
Lögregluþjónninn útskýrði seinna, að þessi harka var nauðsynleg vegna þess að Katerina, hefði rifið lögregluskjöldinn af jakkanum hans og fleygt honum. Seinna kom í ljós að þessi saga lögregluþjónsins var uppspuni.

Yfirmennirnir reknir.

Engin af þeim lögreglumönnum sem voru reknir eða vikið úr starfi höfðu snert Katerinu. Tomas Cermak hafði algerlega unnið sólo, en enginn starfsfélagi hans hafði gert hið minnsta til að stöðva hann, þrátt fyrir að margir þeirra vissu um tilhneigingu hans til misþyrminga. Þeir stóðu bara og horfðu á og gerðu ekkert.
Misþyrmingarnar héldu áfram á lögreglustöðinni, sem Cermak fór með Katerinu á. Hann hætti ekki fyrr en eftir aðvaranair frá kvenstarfsfélaga hans, sem augljóslega hafði borið kennsl á æðsta yfirmann ríkisstjórnarinnar í mannréttindamálum.
Lögreglustjórarnir voru reknir vegna þess að þeir létu sem ekkert væri og töldu misþyrmingar réttmætar.

Mistök í kerfinu.

Katerina Jacques er nú komin aftur til vinnu og gerir nú átak, svo lögreglan verði endurskipulögð eins og þjóðin hefur óskað eftir alveg síðan kommúnisminn féll. Ennþá vinnur fólk hjá lögreglunni frá þeim tíma og Tomas Cermak er einn af þeim. Hann var einn af sérþjálfuðum óeirðalögreglumönnum, sem misþyrmdu mótmælendum við síðustu mótmælin gegn valdstjórninni fram til 1989. Lögregluofbeldi kemur enn fyrir þó að það sé undantekningin.
Árásin á mig var ekki bara einhver tilviljunarkennd villa eins manns. Þetta var kerfisbundin villa í skipulagningu lögreglunnar” segir Katerina Jacques.

Sannanir á myndböndum.

Vladislav Husak yfirmaður lögreglunnar neitar þessu. Frantisek Bublan innanríkisráðherra, sagði einnig í byrjun að enginn annar en Tomas Cermak hefði misnotað stöðu sína, og að lögreglan hefði unnið gott starf þann 1. maí.
Nú talar nnanríkisráðherrann einnig um kerfisbundna villu. Kannski hann hafið skipt um skoðun eftir að hann sá myndir og myndbönd af árásinni á konuna, sem allir tékkneskir fjölmiðlar sýna aftur og aftur.
Á þeim sést að Tomas Cermak er með lögreglumerkið á sér, og að starfsfélagar hans gera ekkert til að koma Katerinu til hjálpar.
Stjórnmálaflokkurinn Græningjarnir, þar sem Katerina Jacques er númer 2 á lista, krefjast þess að innanríkisráðherrann segi af sér. Græningjarnir eru í framboði í fyrsta skipti og samkvæmt skoðanakönnunum geta þeir reiknað með um 10 prósentum af atkvæðum. Kosningarnar verða 2. og 3. juni.

Þýtt beint úr politiken.dk