2006-01-18

Stefna dagblaðs er kallast (Dé Vaff) DV

Ýmislegt hefur verið skrifað og rætt um blaðið DV og ritstjórnarstefnu þess. Virðist sem fólk sé að reyna að finna út hver er ábyrgur fyrir stefnu blaðsins. Fólk er þó ekki sammála. Sjálf hef ég gagnrýnt það áður.

Sumir eru á þeirri skoðun að eigendur fjölmiðils hafi ábyrgð á stefnu hans og þarmeð að enginn fjölmiðill hafi raunverulegt skoðanafrelsi. Það ermjög áhugavert að skoða þetta í ljósi gagnrýni á Baug GROUP sem eiganda Fréttablaðsins. Á meðan lögreglurannsókn stóð sem hæst á hendur eigenda Baugs var þeirri skoðun haldið á lofti, að Fréttablaðið hlyti að vera handbendi eigenda sinna. Þeir sem héldu þessu fram voru í raun sammála þeirri skoðun að fjölmiðill sé ávallt handbendi eigenda sinna. Á hinu háa Alþingi íslendinga var sett fram frumvarp um fjölmiðla sem síðan var samþykkt. Þetta þýðir með öðrum orðum að meirihluti þingmanna hafi verið á þeirri skoðun að fjölmiðill sé handbendi eigenda sinna. Það er mjög áhugavert, að þegar Morgunblaðið hafði ráðandi markaðshlutdeild á Íslandi í áratugi höfðu þingmenn ekki áhyggjur af áróðri frá eigendum Morgunblaðsins.

Hvað olli þessum stakkaskiptum? Þegar Fréttablaðið hafði náð stærri útbreiðslu en Morgunblaðið, reyndu eigendur þess að nota það gegn eigendum Fréttablaðsins. Þarna var um að ræða aðskildar viðskiptablokkir sem hegðuðu sér eins og ættir og ættbálkar á sturlungaöld. Sem betur fór hefur Ísland forseta sem hafði kjark til að taka í taumana og stöðva fjölmiðlafrumvarpið með því að beita synjunarvaldi sínu. Skáru þá viðskiptablokkirnar upp ramakvein um að forsetinn hefði með gerðum sínum tekið ráðin af lýðræðinu.

Hvernig kemur þetta svo DV við? Jú spurningin er: Er fjölmiðill háður eigendum sínum?

Þórdís Sigurðardóttir stjórnarformaður skrifar um sjálfstæði ritstjórna skv. Blaðinu, laugardag 14. janúar 2006 bls. 6:

[Dagsbrún] virðir grundvallarreglur frjálsrar blaðamennsku og leggur áherslu á sjálfstæði ritstjórna, m.a. gagnvart eigendum, auglýsendum, hagsmunahópum og opinberum aðilum. “

Með þessu þvær Þórdís hendur sínar af ritstjórnarstefnu DV.

Þorbjörn Broddason, fjölmiðlafræðingur skrifar m.a. í Blaðið laugardag 14. janúar 2006 bls. 6:

Þrátt fyrir að ég og líklega allir aðrir vilji slá vörð um sjálfstæði ritstjórna er ikki þar með sagt að stjórnin geti í þessu tilfelli þvegið hendur sínar af blaðamennsku DV”

Þorbjörn telur að þó ritstjórn DV sé sjálfstæð, hljóti eigand blaðsisns að bera einhverja meðábyrgð á ritstjórnarstefnunni.

Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður skrifar m.a. í Blaðið laugardag 14. janúar 2006 bls. 14:

[DV] “var of lengi á ólánsbraut. Þannig virtist oft vafn ógæfusöm ára yfir blaðinu og því fólki sem það slengdi miskunnarlaust á forśíðu og hafði af mannorðið. Það er vissulega hægt að reka blað af kaldri rökhyggju og gera ógæfu annarra að söluvöru án nokkurs tillits til tilfinninga. En það hlýtur alltaf að koma að skuldadögum.”

Menn völdu sér ranga braut í fréttaflutningi, sennilega af því þeir ætluðu sér að selja dagblað og var nokk sama hvað þeir þyrftu til að gera til að ná árangri.”

Kolbrún fjallar ekki um ábyrgð eigenda DV en fjallar hinsvegar um ábyrgð ritstjórnarinnar og telur hana eiga ábyrgðina.

Egill helgason þáttastjórnandi skrifar m.a. í Blaðið laugardag 14. janúar 2006 bls. 54:

Svo finnst mér nú stjórnin og forstjóri fyrirtækisins aðeins of dugleg við að fría sig ábyrgð á þessu blaði sem þeir hafa nú haldið úti í tvö ár. Ég hefði viljað sjá þá taka á sig einhverja ábyrgð á því sem þerna hefur verið að gerast síðastliðin ár.”

Egill er einnig inni á að yfirmenn ritstjórnar eigi einnig ábyrgð á ritstjórnarstefnu DV.

Niðurstaða þessarar stuttu umræðu er á einn veg: Ábyrgðin á ritstjórnarstefnu DV hvílir einnig á eigendum blaðsins.

Engin ummæli: