Mikið hefur verið rætt um hvað sé skömm og synd samkvæmt biblíunni. Oft eru þetta faríseískar skilgreiningar gamlatestamentsins um hvað er óhreint og hvern skal drepa.
Þegar Jesús kom að mönnum sem voru í þann mund að steina konu er þeir kölluðu synduga, bað hann þá um að hætta. Þegar þeir mótmæltu og bentu á reglur biblíunnar, sagði hann, að við erum öll syndug fyrir Guði. Þegar þeir mótmæltu enn, sagði hann þau orð sem eru titill þessa texta.
Sumir rétttrúnaðarsinnar vilja halda því fram, að sumar syndir eru stærri en aðrar. Samkvæmt neðangreindri skilgreiningu Bibliunnar er allt úr hafinu sem ekki hefur hreistur og ugga, fordæmd viðurstyggð (Lev 11:10, Lev 11:11, Lev 11:12) og ekki er leyfilegt að borða það. Biblían fordæmir skelfisk, rækjur, krabba og humar á sama hátt og hún fordæmir samkynhneigð.
Það er undarlegt til þess að hugsa, að íslenska kirkjan skuli ekki skilja boðskap Krists, þar sem hann stöðvar steinkastið, að við séum öll jafn syndug, hvort sem við blessum skelfiskmáltíð eða hjónaband samkynhneigðra.
Biblían, Leviticus, 11. Kafli
9 These shall ye eat of all that are in the waters: whatsoever hath fins and scales in the waters, in the seas, and in the rivers, them shall ye eat. bible(KJV) [Lev11:9]
10 And all that have not fins and scales in the seas, and in the rivers, of all that move in the waters, and of any living thing which is in the waters, they shall be an abomination unto you: bible(KJV) [Lev11:10]
11 They shall be even an abomination unto you; ye shall not eat of their flesh, but ye shall have their carcases in abomination. bible(KJV) [Lev11:11]
12 Whatsoever hath no fins nor scales in the waters, that shall be an abomination unto you.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli