Að undanförnu hef ég verið að velta fyrir mér möguleikum á nýtingu takmarkaðra orkuauðlinda á afskekktum stöðum sem hvorki hafa rafmagn eða hitaveitu. Teorían fyrir Carnot hitavélina sýnir svo ekki sé um villst, að verulegan hitamun þarf til að ná fram fræðilegri nýtni, sem í raun er mun hærri en nýtni raunverulegrar vélar. Þá er hættan sú að nýtnin reynist vera neikvæð í raun.
Samkvæmt formúlunni, þarf uþb. 600°K (uþb 300°C) til að fá fræðilega nýtni upp á 50% (1-(300 °K)/(600 °K)).
Þegar verið er að hugsa um jarðhita lægri en 100°C er nýtnin fræðilega séð um 25% en þá er eftir að reikna inn dælur sem taka 30% af nýtninni. Því er þetta neikvætt í raun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli