2006-01-07

Frjáls markaður var léttur á vogaskálinni

Joseph Stiglitz , nóbelsverðlaunahafi í hagfræði árið 2001, gagnrýnir harðlega stefnu bandarískra stjórnvalda varðandi fjárfestingar erlendra fyrirtækja. Þann 23. júni 2005 yfirbauð kínverska olíufyrirtækið CNOOC keppinaut sína í Chevron þegar CNOCC bauð 18,5 milljarða dollara fyrir olíufyrirtækið UNOCAL. Á þessum tíma fór heimsmarkaðsverðið á olíu hækkandi og í Washington var pólítískur ótti við að kínverjar myndu eignast og stjórna þessu olíufyrirtæki. Kínverska olíufyrirtækið dró tilboð sitt til baka vegna pólítiskra mótmæla í Washington. Viðbrögð bandaríska þingsins gerðu CNOOC ómögulegt að kaupa UNOCAL þrátt fyrir að þeir hefðu boðið 2 milljörðum dollara hærra en Chevron.

Þetta er skýrt dæmi um hvernig markaðinum er stjórnað af öðrum lögmálum en framboði og eftirspurn. Þrátt fyrir þetta er áróðurinn um frjálsan markað orðin að einhverskonar möntru eða trúarjátningu alþjóðavæðingarinnar.

Að þessu leyti er bandaríska þingið ósamkvæmt sjálfu sér þegar það lýsir kinnroðalaust yfir áhyggjum um að lögmál hins frjálsa mankaðar henti ekki stefnu bandaríkjastjórnar í þessu tilfelli.

Fáir eru jafn ötulir og bandaríkjamenn við að boða fagnaðarerindið um frjálsa markaðinn. Með viðbrögðum sínum hafa þeir sýnt að pólítiskt mat á hagsmunum þjóðarinnar getur stýrt markaðinum.

Í bandaríska þinginu komu fram hávær mótmæli þess efnis, að sala UNOCAL til CNOOC gæti stefnt öryggi þjóðarinnar í hættu og þannig sýndu þeir í verki að hagsmunir þjóðar eru þyngri á metskálunum en frelsi markaðarins.

Stolið og skrumskælt úr Fréttablaðinu, 28. des. 2005 síðu 24.1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þegar frelsinu og markaði er svona rækilega stýrt , þarf þá nokkuð að koma á óvart frá þeim bæjum . Því þó þetta eigi að vera tveir bæir ... þá liggja samt á milli þeirra góð bæjargöng sem farinn eru oft oft á dag . kv Valur