2006-01-12

Hvar endum við þá?

Hvar endum við þá? Spyr Karl Sigurbjörnsson biskup þegar rætt er um að kirkjan viðurkenni hjónabönd samkynhneigðra. Hann heldur því fram að slík viðurkenning sé hreinlega að kasta hjónabandinu á öskuhaugana. Og hvar endum við þá, spyr hann enn og aftur og ruglar um að það muni einnig leiða til að leyfa eigi hjónabönd milli systkina.
Röksemdafærsla hans er enn eitt dæmið um slippery slope (flughálka) . Reynt er með rökleysu að sannfæra fólk um að það muni hafa slæmar afleiðingarnar að gera eitthvað ákveðið. Sýna má fram á að ekki sé raunhæft að halda að afleiðingarnar verði það sem bent er á.
Ekkert bendir til að systkini fari að gifta sig þó svo að samkynhneigðir verði gefnir saman í kirkju. Ekkert bendir til að hjónabönd annarrra rýrni eða að fólk missi löngun til að gifta sig eða vilji skilja ef kirkjan vígir samkynhneigða.
Þvert á móti er ástæða tið að ætla að fólk verði ánægt með þjóðfélagið og upplifi jafnrétti samkynhneigðra að þessu leyti sem skref í átt að þjóðfélagslegu réttlæti.

Karl Sigurbjörn í viðtali við útvarpið Rás 2 í fréttum kl 18:30 12. janúar 2006.

Sjá einnig skyld dæmi um afstæðishyggju.

Engin ummæli: