2005-12-31

Hraðakstur um Ártúnsbrekkuna

Þar sem ég bý í Árbæ fer ég um Ártúnsbrekkuna á hverjum degi til og frá vinnu. Hraði umferðar er leyfður 80 km á klst sem er ágætis hraði. Hlekkurinn að ofan vísar á síðu sem sýnir svo ekki sé um villst að ríkiskassinn gæti stórgrætt á hraðasektum á þessum stað, því að um helmingur ökumanna keyrir ólöglega hratt.Til dæmis keyrðu í austurátt á hverjum 10 mínútum um 150 ökutæki á 90 km hraða eða meir, Milli kl. 12 og 16 í dag gamlársdag 2005. Samtals voru þetta um 6500 bílar samtals. Hefði hver þeirra fengið 5000 kr í sekt væri það um 30 milljónir beint í kassann.

Sjá einnig umferðarmælingar og einnig
Umferð í Ártúnsbrekkunni1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá ef ég gæti nú haft svona fín línurit og gröf til að styðja mitt mál , þá væri nú gaman , virkilega flott og mjög aðgengilegt til að geta séð málið vel í sinni heild . kv Valur Geisli