Jæja þá get ég ekki haldið mér lengur.
Það sem ég hef verið að bíða eftir, er ákvörðun mannauðssnillinganna hjá
ráðningafyrirtæki í Reykjavík.
Í október var ég kölluð inn í viðtal varðandi umsókn mína um stöðu
rafmagnsverkfræðings við álverið á Reyðarfirði. Mér var sagt að úrvinnsla
myndi hefjast í byrjun nóvember 2005.
Nú þann 20. desember 2005 er úrvinnsla nýlega hafin.
Alcoa Fjarðaál - Rafmagnsverkfræðingur á upplýsingatæknisviði
Það sem ég hef verið að bíða eftir, er ákvörðun mannauðssnillinganna hjá
ráðningafyrirtæki í Reykjavík.
Í október var ég kölluð inn í viðtal varðandi umsókn mína um stöðu
rafmagnsverkfræðings við álverið á Reyðarfirði. Mér var sagt að úrvinnsla
myndi hefjast í byrjun nóvember 2005.
Nú þann 20. desember 2005 er úrvinnsla nýlega hafin.
Alcoa Fjarðaál - Rafmagnsverkfræðingur á upplýsingatæknisviði
Úrvinnsla hafin. 05092312
Ég verð að viðurkenna að eftir 2. viðtal mitt við þetta fyrirtæki, gekk
ég út með þá tilfinningu að ég hefði verið of opinská og blátt áfram.
Gerði meðal annars þá skyssu að svara nei þegar ég var spurð um hvort
ég væri skipulögð. Þegar ég hafði svarað kom í ljós að verið var að tala
um hvort ég ynni skipulega sem er allt annað mál.
Ég hef ekkert á móti ráðningafyrirtækjum sem slíkum. Mín reynsla af
þessu fyrirtæki er þó sú að það lætur nota sig til að auglýsa störf hjá
nafnlausum fyrirtækjum. Þetta er mikið notað erlendis af fyrirtækjum til að
athuga hvort starfsmenn þeirra séu að leita fyrir sér hjá öðrum fyrirtækjum.
Ef td. fyrirtæki A sem er í mikilli samkeppni við fyrirtæki B vill vita hvort
starfsmenn þess eru að leita fyrir sér annarsstaðar, þá hefur það samband við
ráðningafyrirtæki sem auglýsir störf hjá nafnlausu fyrtæki samkvæmt lýsingu
fyrirtækis A en þeir ákveða að lýsa því þannig að það hljómi sem fyrirtæki B.
Ráðningarfyrirtækið sendir síðan umsóknir starfsmanna fyrirtækis A áfram til
stjórnar fyrirtækis A. Síðan hefur stjórn fyrirtækisins möguleika á að
taka þessa starfsmenn undir sérmeðferð.
Þessar aðferðir eru ekki heiðarlegar, og fyrirtæki sem gera þetta mögulegt eða
taka þátt í þessu eru ekki það sem ég myndi kalla virðingarverð fyrirtæki.
Ég verð að viðurkenna að eftir 2. viðtal mitt við þetta fyrirtæki, gekk
ég út með þá tilfinningu að ég hefði verið of opinská og blátt áfram.
Gerði meðal annars þá skyssu að svara nei þegar ég var spurð um hvort
ég væri skipulögð. Þegar ég hafði svarað kom í ljós að verið var að tala
um hvort ég ynni skipulega sem er allt annað mál.
Ég hef ekkert á móti ráðningafyrirtækjum sem slíkum. Mín reynsla af
þessu fyrirtæki er þó sú að það lætur nota sig til að auglýsa störf hjá
nafnlausum fyrirtækjum. Þetta er mikið notað erlendis af fyrirtækjum til að
athuga hvort starfsmenn þeirra séu að leita fyrir sér hjá öðrum fyrirtækjum.
Ef td. fyrirtæki A sem er í mikilli samkeppni við fyrirtæki B vill vita hvort
starfsmenn þess eru að leita fyrir sér annarsstaðar, þá hefur það samband við
ráðningafyrirtæki sem auglýsir störf hjá nafnlausu fyrtæki samkvæmt lýsingu
fyrirtækis A en þeir ákveða að lýsa því þannig að það hljómi sem fyrirtæki B.
Ráðningarfyrirtækið sendir síðan umsóknir starfsmanna fyrirtækis A áfram til
stjórnar fyrirtækis A. Síðan hefur stjórn fyrirtækisins möguleika á að
taka þessa starfsmenn undir sérmeðferð.
Þessar aðferðir eru ekki heiðarlegar, og fyrirtæki sem gera þetta mögulegt eða
taka þátt í þessu eru ekki það sem ég myndi kalla virðingarverð fyrirtæki.
1 ummæli:
Nei það er mikið rétt hjá þér að svona aðferðir eru ekki heiðarlegar , eða eins og sagt er ,, svona gerir maður ekki ,, enn okkur er vorkun að búa í nútíma þar sem svona lagað tíðkast því það er löglegt .... þó allir viti að það sé siðlaust með öllu .( bíóferðir eru mér að skaðlausu í desember ) kv Valur
Skrifa ummæli