Fyrir um 10 árum síðan sótti ég 2 ráðstefnur í Englandi um pólítísk málefni TS fólks. Þar voru meðal annarra englendingarnir Stephen Whittle og Christine Burns. Einnig var þar bandarísk kona og nafni hennar gleymdi ég þegar í stað. Það sem hún sagði og myndirnar sem hún sýndi brenndu sig hinsvegar inn í huga minn. Þetta voru myndirnar frá Stonewall uppþotunum. Það ótrúlega var, að þarna kom fram raunveruleg saga sem hún ein sagði. Ég fann til verulegrar auðmýktar gagnvart þeirri staðreynd að þessi kona sýndi raunveruleikann frá sjónarhorni sem öðrum hafði alls ekki hugkvæmst.
Í greininni að ofan segir hún að þó að mikið hafi gerst á síðasta áratug, er mikil vinna framundan. “Það hefur aldrei verið ráðin TG manneskja til að kenna “QUEER” fræði sérstaklega á Háskólastigi,” sagði hún. Það væri svona svipað og að hafa deild í kvennafræðum án nokkurra kvenna. Háskólarnir þurfa að horfast í augu við vandamálið og ráða TG prófessora.
Á föstudag kl 12:00 heldur Susan Stryker fyrirlestur við Háskóla Íslands. Hún hefur framar öðrum unnið að málefnum sem eru utan daglegrar umræðu. Þeir sem vilja fá ógleymanlegan fyrirlestur um Stonewall uppþotin, mæti á föstudag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli