2021-05-19

Hryðjuverkin í Palestínu

Hryðjuverkin í Palestínu

Kaflaskil urðu hjá fjölmiðlum heimsins þegar ísraelski herinn sendi 6 öflugar eldflaugar til að jafna við jörðu, 13 hæða hús sem hýsti meðal annars AP fréttastofuna og Al-Jazeera. Svæðið sem húsið stóð á er álíka þéttbýlt og Manhattan í New York. Þar eru 2 milljónir manns, fangar í eigin landi á stærð við þriðjung höfuðborgarsvæðis Reykjavíkur, umsetið af ísraelsher frá landi, sjó og úr lofti.

Öfga hægrið gegn sjálfstæðum röddum gyðinga

Um allan heim setja öfga hægrimenn fram einfaldaða mynd af Ísrael gegn Palestínu og íslensk stjórnvöld hafa étið hugsunarlaust upp frasann um „báðar hliðar“. Innan Ísraels eru hörð pólítísk átök til að vinna bug á öfga hægrinu og innan þeirra er hinsegin fólk í mannréttindabaráttu. Öfga hægrið vill auðvitað þagga niður þeirra raddir með hinni einföldu tvíhliða frásögn. Hér er því leitast við að láta raddir gyðinga heyrast.

Viðbrögð mannréttindasamtaka hafa verið hlutfallslega lítil miðað við önnur mannréttindabrot. Ísraelsk mannréttindasamtök og fræðimenn hafa aftur minnt á fyrri niðurstöður sínar.

Ísraelsku mannréttindasamtökin

Nei við aðskilnaðarstefnu ísraels er niðurstaða Btselem sem eru ísraelsk mannréttindasamtök sem tala um að lifa undir járnhæli.

Það er sárt að horfst í augu við veruleikann, en sárara að lifa undir járnhæli. Þess vegna er óbugandi barátta fyrir framtíð byggð á mannréttindum, frelsi og réttlæti mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr. Veruleikinn sem hér er lýst er harður, en samt verðum við að muna : fólk bjó til þessi yfirvöld og fólk getur afnumið þau.
Það eru ýmsar pólitískar leiðir til réttlátrar framtíðar hér, milli Jórdanfljóts og Miðjarðarhafsins, en öll verðum við fyrst að segja: Nei við aðskilnaðarstefnu. i

Ennfremur kemur fram á vefsíðu Btselem, að fjármögnun samtaka er almennt háð „loyalty“ samtakanna við stjórnvöld. Þannig draga stjórnvöld úr fjármögnun mannréttindasamtaka ef niðurstaða þeirra er ekki stjórnvöldum í vil. Í þýskalandi nazismans var þetta kallað Berufsferbot, eða atvinnubann. Nýlega kom út á íslandi bókin Skuggabaldur sem fjallar einmitt um atvinnubann á Íslandi og hversu víðtækt það er.

Apartheid

Samkvæmt könnun Btselem meðal íbúa á svæðinu milli Jórdanár og Miðjarðarhafs, telja 45% þeirra rétt að lýsa stjórnvöldum með orðinu Apartheid. ii

Andrew Feinstein sem er fyrrverandi þingmaður Suður Afríku, undirmaður Nelson Mandela heitins, telur að viðburðir síðustu daga hafi sýnt: „kynþáttahatur, grimmd og ómennsku á stigi sem ég tel fara fram úr því sem suður-afríska aðskilnaðarstefnan gerði við langflesta borgara okkar. Það er átakanlegt fyrir mig sem gyðing, son eftirlifenda helfararinnar sem missti 39 sinna ættingja í Auschwitz og Therezienstadt“. iii

Max Blumenthal er vel þekktur fréttamaður og rithöfundur, ritstjóri fréttaveitunnar The Greyzone og er gyðingur. Eitt þekktasta verk hans er „The Management of Savagery“ eða Rekstur Villimennskunnar, sem fjallar um utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hann kom nýlega fram í heimildamynd um atburðina á Gaza en þar er orðið apartheid hvergi nefnt. Myndin sýnir hinsvegar kynþáttahatur, grimmd og ómennsku á því stigi sem Andrew Feinstein lýsir. iv

Aron Maté er samstarfsmaður Max Blumenthals og hefur fjallað mikið um meðferðina á Palestínumönnum. Hann tók viðtal við föður sinn sem lifði naumlega helförina af, um gyðingahatur og hvernig það er sett fram sem vandamál á vinstri kanti stjórnmálanna og er samhljóða því sem Noam Chomsky segir um málefnið, en hann er tekinn fyrir í sér kafla í þessari grein.

Aron Maté tók einnig viðtal við fræðimanninn og rithöfundinn Norman Finkelstein, sem gengur aðeins lengra en Btselem í sinni niðurstöðu: hann telur að ísraelar hafi algerlega í hendi sér að binda enda á þann hrylling sem hefur viðgengist alltof lengi fyrir botni miðjarðarhafs. Lausnin hans er að hætta alfarið þeirri pólítísk að mismuna öllum öðrum en gyðingum. Semsagt að binda enda á aðskilnaðarstefnuna.

Endir aðskilnaðarstefnunnar

Norman Finkelstein er fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði, hann er einnig gyðingur og hefur rannsakað málefni Ísraels og Palestínu og hefur skrifað fjölda bóka um málefnið. Fyrirlestrar hans á bókasafninu í Brooklyn eru aðgengilegir á Youtube. Hann setur afstöðu sína fram á einfaldan hátt:


Viljiði gyðinglegt ríki? Fínt! Fáið ykkur gyðinglegt ríki! En þ get ekki fengið gyðinglegt yfirdrottnunríki. Nú verð þið sjálf að finna út hvernig á að samræma það, en yfirdrottnunin verður að víkja. v

Friðarverðlaun Nóbels

Finkelstein telur að Palestínumenn hafi tapað miklu við Oslóar samkomulagið sem gert var árið 1994 milli Yasseir Arafat leiðtoga Palestínu og Ytzhak Rabin forsætisráðherra Ísraels ásamt utanríkisráðherranum, fyrir tilstilli Bill Clinton. Fyrir Oslóar samkomulagið var þeim veitt Friðarverðlaun Nóbels. Um ári eftir gerð samkomulagsins var Ytzhak Rabin myrtur.

Morðið á Ytzhak Rabin

Nokkrum vikum fyrir morðið, hafði 19 ára þybbinn karlmaður stært sig fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og haldið á lofti skrautmerki af Kádilják sem reiður múgur hafði rifið af forsætisráðherra bílnum og öskrað: „Rétt eins og við náðum þessu skrautmerki af bílnum hans, getum við náð honum“.vi

Jewish Power

Samkvæmt ísraelska blaðinu Haaretz var þessi 19 ára maður sá hinn sami Itamar Ben Gvir vii viii sem nú er leiðtogi Otzma Yehudit, náði nýlega sæti á ísraelska þinginu Knesseth og er lögfræðingur að mennt. Otzma Yehudit eða "Jewish Power" eru ísraelsk öfga hægri stjórnmálasamtök svipuð og KKK með "White Power" kynþáttahyggju og yfirdrottnunarhyggju að leiðarljósi og hafa sömu stefnu og Kach flokkurinn sem var bannaður sem hryðjuverkasamtök.

Jewish Power, Kahanismi og aðskilnaðarstefna

Hugmyndafræði Otzma Yehudit er í mjög stuttu máli rasískar kenningar rabbíans Meir Kahane um að gera Ísrael að klerkaveldi og reka alla palestínumenn af því sem hann kallaði "Land Ísraels", og sagði Arabana vera krabbamein.ix

Meir Kahane sagði í stefnuskrá sinni sem hann nefndi "They Must Go" árið 1981: "Það er aðeins ein leið fyrir okkur að fara: að flytja alla Araba af Landi Ísraels". Hann var kosinn á ísraelska þingið 1984 og sat þar til 1988. Allir ísraelskir þingmenn sýndu andúð sína á boðskap hans, með því að yfirgefa þingið þegar Kahane talaði. Kahane var myrtur í New York árið 1990.

Sem unglingur var Itamar Ben Gvir leiðtogi ungliðahreyfingar Kach hreyfingar Kahane. Hann sat oft á sakamanna bekk vegna aktívisma og tók próf í lögfræði, og varð einn eftirsóttasti lögfræðingur til að verja öfga þjóðernissinnaða unglinga sem sakaðir voru um hatursglæpi gegn palestínumönnum, ásamt því að verja hermenn sem sakaðir voru um að hafa beitt palestínumenn gegndarlausu ofbeldi. x

Fjöldamorðinginn

Itamar Ben Gvir hefur opinberlega sýnt að á heimili sínu er hann með innrammaða myndxi af fjöldamorðingjanum Baruch Goldstein. Hann hefur neitað að fjarlægja myndina þegar hann var opinberlega beðinn um það, með vísun í að það væri réttur hans að ráða hvað hann hefði á sínu heimili. xii Baruch þessi var bandarískur innflytjandi og var meðlimur í "Jewish Defense League" sem var undir stjórn Kahane, framdi hryðjuverk árið 1994 í Hebron og drap 29 drengi og karlmenn og varð seinna ein af fyrirmyndum norska fjöldamorðingjans sem drap 77 ungmenni í Útey í Noregi þann 22. júlí 2011.

Eftir fjöldamorðið 1994 í Hebron, var flokkurinn hans Kach ásamt Kahane Chai bannaður og lýstur sem hryðjuverkasamtök, þar sem ísraelskum yfirvöldum þótti ljóst að þau bæru pólítíska ábyrgð á fjöldamorðinu. xiii Annar meðlimur „Jewish Defense League“ var Robert Manning, bar ábyrgð á mannskæðri sprengju í Kaliforníu árið 1985. Blaðamaðurinn Chris Hedges fann hann í Ísrael þó þarlend yfirvöld segðust ekkert vita til hans. Hann situr nú í bandarísku fangelsi.

Aftökur án dóms og laga

Eitt kosningaloforða hægrimannsins Benny Gantz árið 2019 var að ef hann næði kosningu sem forsætisráðherra, myndi hann taka upp aftökur án dóms og laga, ef hann teldi það nauðsynlegt. xiv Nánar tiltekið talaði hann fyrir því að skjóta palestínumenn á færi. Á stofnanamáli þeirra kallast það „policy of targeted assassinations“. Lagaframkvæmd ísraelsmanna leyfir í reynd algjört refsileysi fyrir ísraelsmenn ef þeir myrða palestínumann segir Norman Finkelstein. xv

Benny Gantz tapaði kosningunni fyrir Benjamin Netanyahu sem er enn lengra til hægri og lofaði enn harðari aðgerðum gegn Palestínumönnum.

Itamar Ben Gvir lýsti yfir fyrir um tveimur árum að jafna ætti Gaza svæðið við jörðu og hertaka aftur „ Gush Katif“ landtöku svæðið sem ísraelsmenn höfðu áður hertekið ólöglega en yfirgáfu það árið 2005. xvi

Spilling, mútur, fjársvik og umboðssvik

Netanyahu fór fyrir dóm í febrúar s.l. ákærður fyrir spillingu, mútur, fjársvik og umboðssvik í þremur mismunandi málum. Honum var því mikið í mun að halda í forsætisráðherrastólinn, og koma á kosningabandalagi að nafni Heittrúaður Zíonismi „Religious Zionism“. Fyrir utan réttarhöldin voru hundruðir mótmælenda sem kröfðust afsagnar Netanyahu. Í kosningunum barðist hann fyrir sínu eigin pólítíska lífi. Hann var örvæntingarfullur að ná meirihluta í þinginu og veðjaði á að Itamar Ben Gvir myndi hjálpa honum til þess.

Denis Charbit, prófessor í stjórnmálafræði við Opna Háskólann í Ísrael í Ra’anana, telur að Netanyahu hafi þrýst mjög mikið á til að nokkrir smáir öfga hægri hópar gangi til liðs við Ben Gvir og myndi kosningabandalagið sem síðan virðist hafa verið breytt í sjálfstæðan stjórnmálaflokk.

Einn hópanna nefnist Lehava og vill banna gyðingum að giftast öðrum en gyðingum.

Noam er flokkur sem vill að lög um kynja jafnrétti verði aflögð í þeirra núverandi mynd. Leiðtogi þeirra er Avi Maoz, sem verður þingmaður í næstu viku og þarf líklega stuðning við mögulega stjórn Netanyahu. Hann barðist fyrir því að „styrkja gyðingakennd Ísraelsríkis“ með því að hafa strangara eftirlit með Shabbat á landsvísu, herða einokun rétttrúnaðar Rabbína á trúarlífi, koma á trúarlögum í öllu samfélaginu og stuðla að „fjölskyldugildum“. Flokkurinn heldur því fram, að LGBT samfélagið hafi neytt sín gildi upp á ísraelskt samfélag, sem þó trúi á „eðlilegt“ (gagnkynhneigt) fjölskyldumynstur. xvii

Flokkurinn Heittrúaður Zíonismi rétt náði kosningu inn á Knesseth þann 23. mars s.l. og náði 7 þingsætum. xviii Ben Gvir er í 3. sæti og Avi Maoz er í 6. sæti, sem er töluverð áskorun fyrir Ísrael sem hefur gefið sig út fyrir að vera LGBT væn vin í miðausturlöndum. xix

Talið er að Ben Gvir sem leiðtogi kosninga bandalagsins hafi hvatt til ofbeldis meðal hópa sem aðhyllast gyðinglegt yfirdrottnunarvald, og talið þeim trú um refsileysi fyrir ofbeldið.

Kobi Shabtai, lögreglustjóri Ísraels var ómyrkur í máli, Þann 15. maí s.l. , þegar hann lýsti því yfir að „Maðurinn sem er ábyrgur fyrir þessari «intifada» er Itamar Ben Gvir.“ Svar hans var að það ætti að reka lögreglustjórann.

Gyðinglegt yfirdrottnunarvald

Btselem segja Ísraelsk yfirvöld beita mismunun á marga vegu til að koma á gyðinglegu yfirdrottnunarvaldi:

Mismunun í eignarrétti sérstaklega á landeignum;

Mismunun á ríkisborgararétti og innflytjendastefnu;

Mismunun í ferðafrelsi;

Mismunun við þáttöku í stjórnmálum.xx

Btselem segir einnig:

Yfirvöld sem beitia lögum, starfsháttum og skipulögðu ofbeldi til að koma á og viðhalda yfirdrottnun eins hóps umfram annan eru yfirvöld með aðskilnaðarstefnu. xxi

Noam Chomsky

Noam Chomsky, er sonur gyðinga sem fluttust til Bandaríkjanna. Hann hefur gefið út rúmlega hundrað bækur, og af núlifandi mönnum er hann sá sem mest hefur verið vitnað í. Chomsky vitnar í ísraelsmanninn Abba Eban: „Eitt aðalverkefni allra viðræðna við heiðingjaheiminn er að sanna að ekki sé hægt að aðgreina gyðingahatur og and-Zíonisma. And-Zíonismi er ný-gyðingahatur. “

Með „and-zíonisma“ meinar hann gagnrýni á stefnu ríkisstjórnar Ísraels og nokkra samúð með Palestínumönnum segir Chomsky. Sérhver gagnrýnandi, sérhver talsmaður réttinda Palestínumanna, gæti orðið tjargaður sem gyðingahatari.

Þessu vopni var beitt á áhrifamikinn hátt gegn Jeremy Corbyn í herferð svívirðilegra blekkinga og rógs sem er hneykslanlegt út fyrir mörk vansæmdar. Þetta skrifar Chomsky í viðvörun til DiEM25 hreyfingarinnar og segir þeim að vera viðbúin að verða fyrir sömu meðferð. xxii

Zíonisminn

Auk hamfarahlýnunar er er Zíonismi og rasismi alvarlegasta ógn okkar tíma. Hann felur í sér ekki bara kynþáttahyggju heldur líka yfirdrottnunarhyggju. Sérhverja gagnrýni telur zíonisminn vera gyðingahatur, og vísar í gasklefana í Buchenwald, krystalnóttina og gettóin. Zíonisminn sér ekki gettóin sem hann hefur sjálfur búið til, m.a. á Gaza, hann sér ekki sína eigin krystalnótt, þar sem Zíonistar fara í palestínsk hús og brjóta rúður og merkja hurðir húsa og íbúða sem palestínumenn eiga til þess síðan að brjótast inn og gera fjölskylduna heimilislausa og breyta þeim í flóttamenn. Krystalnótt palestínumanna er vel skjalfest í myndskeiðum á samfélagsmiðlum. Zíonistar loka augunum fyrir fjöldamorðum eins og því sem lýst er hér að ofan. Ef Zíonistar halda áfram að neita að læra af eigin sögu, þá mun sagan grípa í taumana, því eins og sagt er, þeir sem læra ekki af sögunni eru dæmdir til að endurtaka hana.

Flóttamannastraumur

Ófriðurinn fyrir botni miðjarðarhafs er til kominn vegna þessa Zíonisma, þessa rasisma og yfirdrottnunarhyggju og hefur breitt úr sér til nálægra ríkja. Ísrael hefur innlimað hluta af Egyptalandi, Sýrlandi og hefur kjarnavopn í vopnabúri sínu. Öfga-hægri öflum víða um heim hefur tekist að hagnýta sér flóttamannastraumurinn frá þessum löndum út um allan heim, sem hefur haft þær afleiðingar að styrkja öfga-hægri flokka í sessi og breyta þannig stjórnmálum í Evrópu og víðar.

Þannig er tangarsókn Zíonista gegn Evrópu komin vel á veg, og hefur verið að festa sig í sessi eftir morðið á Ytzhan Rabin. Það fór vel milli Netanyahu og Trömp því þeir eru sammála um annarsvegar „White Power“ og hinsvegar „Jewish Power“. AFD í Þýskalandi hefur sömu stefnu, Marin Le Pen einnig og Íslenska þjóðfylkingin og íslenskir nazistar.

Þriðja heimsstyrjöldin

Þó langt sé síðan heimsstyrjöldin var og flestir Evrópubúar hafi búið við frið, hafa engu að síður verið átök í Evrópu. Það var öfga hægri maðurinn Milosevic í Serbíu 1990 og öfga hægri flokkar nátengdir þýska nazistaflokknum sem tóku völdin í Úkrainu 2014 undir yfirskini lýðræðis.

Sagan segir okkur, að heimsstyrjaldir brjótist út eftir heimskreppur og nú hefur heimurinn gengið í gegnum tvær sem jafnast á við kreppuna miklu í aðdraganda seinni heimstyrjaldarinnar. Uppgangur þessa öfga hægri hópa og undirróðursstarfsemi þeirra í Evrópu, gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar.

Viðskiptabann á Hryðjuverkamenn?

Zíonistar njóta stuðnings öfga hægri hópa eins og þess sem réðist inn í bandaríska þinghúsið. Hóparnir safna fé, vopnum og eru þrýstihópar fyrir stjórnmálastuðningi og hernaðaríhlutunum.

Bandarísk yfirvöld fylgjast með og skrá hvaða hópar flokkast sem hryðjuverkahópar en nefndirnar tvær „American Israel Public Affairs Committee“ og „American Jewish Committee“ virðast einnig mjög vel upplýstar um þau mál. Þessar nefndir hafa hingaðtil forðast eins og heitan eldinn, alla þá sem tengjast Kahanisma. Það gæti nú verið að breytast.

Komið hefur til tals að beita Ísrael viðskiptabanni. Zíonistar benda einmitt á alla gagnrýni á rasismann þeirra og segja það vera gyðingahatur. Innan Ísraels er gott fólk í klemmu annarsvegar frá þjóðernissinnuðum rasistum sem eru Zíonistar og hinsvegar frá alþjóða samfélaginu.

Alþjóðasamfélagið á að sýna þessu góða fólki stuðning gegn rasistunum.

Viðskiptabönn eru sljó verkfæri og hafa sýnt sig að koma verst niður á þeim lægst settu, verst niður á þeim jaðarsettu og þeim fátæku á meðan valdhafarnir geta gert það sem þeim sýnist. Viðskiptabönn ætti að leggja af og banna notkun þeirra með vísun í gjöreyðingarvopn og glæpi gegn mannkyni.

Stuðningsmenn Zíonista, yfirdrottnunarhyggju og þessa rasimsa almennt á að skilgreina sem hryðjuverkamenn og hópa þeirra á að skilgreina sem hryðjuverkahópa. Eignir þeirra á að frysta og gera upptækar. Hópa hér á landi og annarsstaðar sem styðja hryðjuverk á einnig að stoppa og þá sérstaklega peningasendingar til þeirra og fjáraflanir þeirra til stuðnings þessum rasisma. Íslensk stjórnvöld myndu gera rétt í því að byrja á að skilgreina Itamar Ben Gvir sem hryðjuverkamann.

Eftirmáli

Fréttamaðurinn og Pulitzer verðlaunahafinn Chris Hedges skrifaði haustið 2001 langa grein um barnamorð ísraelska hersins. Hann lýsti því hvernig hermennirnir notuðu hátalarakerfi herbílanna til að storka unglingum í fótboltaleik með háðsglósum: „Hundar! Hórusynir! Tíkarsynir! Komið! Komið.“ Og unglingarnir komu og köstuðu grjóti að bílunum. Ísraelsku hermennirnir svöruðu með hljóðdeyfðum M-16 hríðskotabyssum.

Börn hafa verið skotin í öðrum átökum sem ég hef fjallað um - dauðasveitir skutu þau niður í El Salvador og Gvatemala, mæðrum með ungbörn var stillt upp og þær strádrepnar í Alsír og serbneskar leyniskyttur miðuðu riffilsjónaukanum á börn og horfðu á þau lyppast niður á gangstéttina í Sarajevo. - en ég hef aldrei áður horft á hermenn tæla börn eins og mýs í gildru og gamna sér við að myrða þau.xxiii xxiv

Harper's Magazine; October 2001; "A Gaza Diary"; Hedges, Chris; 11 síður; ISSN 0017-789X



Höfundur er verkfræðingur.

iBtselem; „What now?“ ; Sótt 2021-05-17; https://thisisapartheid.btselem.org/eng/#23

iiBtselem; „New all population Israeli-Palestinian survey: 45% of those living between the Jordan River and the Mediterranean Sea believe “apartheid” is an appropriate description of the regime“ ; Sótt 2021-05-17 ; https://www.btselem.org/press_releases/2021413_new_all_population_israeli_palestinian_survey

iiiDouble Down News; „Israel is WORSE than Apartheid, says former South African MP“; Sótt 2021-05-17; https://youtu.be/XFumaMF-o28

ivThe Grayzone; „Killing Gaza: Documentary by Dan Cohen & Max Blumenthal shows life under Israel's bombs and siege“; Sótt 2021-05-19 ; https://youtu.be/XfDMXrcYw2I

vThe Grayzone, Pushback with Aaron Maté; „Finkelstein: Palestine's ICC victory thwarted by Israel's apartheid reality“; Sótt 2021-05-17 ; https://youtu.be/FQJjjsp7vF8?t=3290

viFRANCE24; „Itamar Ben Gvir, the ultra-nationalist accused of stirring up violence in Jerusalem“; sótt 2021-05-17; https://www.france24.com/en/middle-east/20210515-itamar-ben-gvir-the-ultra-nationalist-accused-of-stirring-up-violence-in-jerusalem

viiHaaretz; „Why Netanyahu Chose Racist Jewish Supremacists Over His Oldest Political Allies“; sótt 2021-05-13 ; https://www.haaretz.com/israel-news/.premium-why-netanyahu-chose-racist-jewish-supremacists-over-his-oldest-political-allies-1.9532464

viiiHaaretz; The Lawyer for Jewish Terrorists Who Started Out by Stealing Rabin's Car Emblem ; 2021-05-13 , https://www.haaretz.com/israel-news/.premium-jewish-terrorism-s-star-lawyer-1.5383915

ixThe Times of Israel; „Far-right MK: Meir Kahane suffered ‘character assassination’ by the media“; sótt 2021-05-13; https://www.timesofisrael.com/far-right-mk-meir-kahane-suffered-character-assassination-by-the-media/

xThe Times of Israel; „Religious Zionism HQ erupts in joy as exit polls indicate strong showing“; sótt 2021-05-17; https://www.timesofisrael.com/religious-zionism-hq-erupts-in-joy-as-exit-polls-indicate-strong-showing/

xiArutz Sheva Israel National News; Otzma candidate refuses 'Baruch Goldstein ultimatum' ,Attorney Itamar Ben-Gvir rejects Rabbi Meidan's demand to remove Baruch Goldstein picture from his home. 'I do not condone murder of Arabs. ; Sótt 2021-05-17 ; https://www.israelnationalnews.com/News/News.aspx/259075

xiiMiddleEastMonitor; Kahanism is now Israel's mainstream ; sótt 2021-05-13 ; https://www.middleeastmonitor.com/20210213-kahanism-is-now-israels-mainstream/

xiiiJewish Telegraphic Agency ; Israel Bans Kach, Kahane Chai Citing Them As Terrorist Groups ; Sótt 2021-05-17 ; https://www.jta.org/1994/03/14/archive/israel-bans-kach-kahane-chai-citing-them-as-terrorist-groups

xiv Haaretz; „Gantz: As PM, I Would Resume Targeted Killings in Gaza if Israel Is Attacked“; Sótt 2021-05-17 ; https://www.haaretz.com/israel-news/.premium-gantz-as-pm-i-would-resume-targeted-killings-in-gaza-if-israel-is-attacked-1.7019979

xvThe Grayzone, Pushback with Aaron Maté; „Finkelstein: Palestine's ICC victory thwarted by Israel's apartheid reality“; Sótt 2021-05-17 ; https://youtu.be/FQJjjsp7vF8?t=3290

xviThe Electronic Intifada ; Israel pounds Gaza after rocket strikes house ; Sótt 2021-05-17 ; https://electronicintifada.net/blogs/maureen-clare-murphy/israel-pounds-gaza-after-rocket-strikes-house

xviiThe Times of Israel; „The new ‘normal’? Far-right, anti-LGBT candidate set to enter Knesset“; Sótt 2021-05-17; https://www.timesofisrael.com/exit-polls-show-far-right-anti-lgbt-candidate-slated-to-enter-knesset/

xviii The Times of Israel; „Religious Zionism HQ erupts in joy as exit polls indicate strong showing“ ; Sótt 2021-05-17; https://www.timesofisrael.com/religious-zionism-hq-erupts-in-joy-as-exit-polls-indicate-strong-showing/

xixThe Times of Israel; „The new ‘normal’? Far-right, anti-LGBT candidate set to enter Knesset“; Sótt 2021-05-17; https://www.timesofisrael.com/exit-polls-show-far-right-anti-lgbt-candidate-slated-to-enter-knesset/

xx Btselem;„Land“ ; Sótt 2021-05-17 ; https://thisisapartheid.btselem.org/eng/#9

xxi Btselem; „This is apartheid“ ; Sótt 2021-05-17 ; https://thisisapartheid.btselem.org/eng/#21

xxiiDIEM25 ; „Noam Chomsky: On the weaponisation of false anti-Semitism charges against radical progressive movements“; Sótt 2021-05-17; https://diem25.org/noam-chomsky-the-weaponisation-false-anti-semitism-charges-against-radical-progressive-movements/

xxiiiHarper's Magazine; October 2001; "A Gaza Diary"; Hedges, Chris; 11 síður; ; sótt 2021-05-13; https://english.pravda.ru/opinion/35358-israel_palestine/

xxivHarper's Magazine; October 2001; "A Gaza Diary"; Hedges, Chris; 11 síður; ; sótt 2021-05-13; https://fasttimesinpalestine.wordpress.com/2010/02/12/gaza-diary-chris-hedges/

2010-11-20

Minningardagur Transfólks

Í yfir 140 löndum er hinn 20. nóvember tileinkaður minningu þess fólks sem var drepið vegna and-transgender haturs eða fordóma. Á alþjóðlega vísu hefur þessi dagur fengið nafnið TDOR ( Transgender Day Of Rememberance ) . Atburðurinn er haldinn í nóvember til heiðurs Rita Hester, en morðið á henni sem framið var 28. Nóv 1998 varð upphafið að vefverkefninu "Remembering Our Dead" og í San Francisco var kertaljósvaka árið 1999. Eins og flest morðmál gegn transgender, hefur morðið á Ritu Hester ekki enn verið leyst.

Í umræðunni um kreppuna kom oft fram það sjónarmið, að talað skyldi gætilega um kreppuna, að aðgát skyldi höfð í nærveru sálar. Í umfjöllun fjölmiðla um morðið á Ritu var ekki höfð mikil aðgát í nærveru sálna. Mörgum vina hennar sárnaði það virðingarleysi sem lífi hennar var sýnt með því að gera að engu kynhlutverk hennar sem hún hafði lifað í, tíu ár á undan. Verkið sem morðinginn hóf, með því að eyða lífi hennar vegna þess að hún vildi lifa sem kona, ljúka fjölmiðlar með því að eyða minningu hennar sem konu.

Tilgangur Minningardags Transfólks, er að vekja athygli almennings á hatursglæpum gegn transfólki, nokkuð sem fjölmiðlar standa sig illa í. Ekki eru öll þau endilega transgender, sem minnst er á Minningardegi Transfólks, heldur voru þau fórnarlömb ofbeldis sem beint er gegn transfólki. Oftast gerir umfjöllun um þessa glæpi lítið úr fórnarlömbunum og hatrinu gegn þeim. Morðingjarnir fremja glæp sinn til að eyða fórnarlömbunum og til að auðmýkja minningu þeirra og eyða henni.

Sú réttláta reiði sem við finnum þegar við lesum um glæpina gegn transfólki þarf að umbreytast í fyrirgefningu glæpsins og blessun á minningu fórnarlambsins því þannig vinnur kærleikurinn á hatrinu.

Til að halda minningu fórnarlambanna á lofti og heiðra þau, er mikilvægt að Minningardagur Transfólks sé skýrt aðgreinur frá öðrum atburðum. Með því að koma saman, syrgjum við og heiðrum líf þessara látnu systra okkar og bræðra. Þetta gerum við ekki síst fyrir okkur sjálf, því við vitum aldrei hvaða manneskja verður næsta fórnarlamb hatursins.

“Á síðasta áratug, hafa látist meira en ein manneskja á mánuði vegna haturs eða fordóma gagnvart transfólki, án tillits til annarra þátta í lífi þeirra. Ekkert dregur úr þessari tilhneigingu.” [ Gwendolyn Ann Smith (2008) http://www.gender.org/remember/day/what.html ]

Samkvæmt Gwendolyn virðist morðtíðnin ekki vera minnkandi. Þar sem transfólk er aðeins um 10 til 30 af hverjum 100 þúsund íbúum er gagnslaust að bera morðtíðnina beinlínis saman við morðtíðni venjulegs almennings. Raunhæfara er að bera morðtíðnina við raunverulegan fjölda transfólks. Þá kemur í ljós að morðtíðnin er einhversstaðar á milli 26 og 90 fyrir hvert 100 þúsund transfólk á hverju ári (Anna Jonna Ármannsdóttir 2008) .

Til samanburðar má geta að hæsta morðtíðni í löndunum heims er milli 50 og 60 manns af hverjum 100 þúsund á ári samkvæmt Ráðuneyti Sameinuðu Þjóðanna gegn Eiturlyfjum og Glæpum (2010 a) eins og sést á meðfylgjandi mynd.





(UNODC, 2010 a, pp. 23).

Þannig má álykta að transfólk í Bandaríkjunum sé í álíka mikilli hættu og almenningur í þeim löndum sem hafa hæstu morðtíðni í heimi.

Tilsvarandi mynd morðtíðni á fjórum svæðum en Brasilía er tekin fyrir sérstaklega vegna þess að ein af hverjum 2000 transmanneskjum er drepin í því landi.
Myndir sýnir þróunina síðustu 2 árin og að morðtíðnin á transfólki í Evrópu og Bandaríkjunum, sé á svipuðum stað og morðtíðnin á venjulegum almenningi í hættulegustu löndum heims.





Mikilvægt er að hafa í huga að verið er að bera saman epli og appelsínur, því þarna er annarsvegar um að ræða minnihlutahóp sem sætir ofbeldi meirihlutans, og hinsvegar heilar þjóðir í þríhyrningnum í Mið Ameríku, þar sem skipulögð glæpastarfsemi og ólögleg viðskipti með aðallega heróín og kókaín veldur gríðarlegu mannfalli. (UNODC, 2010 a, pp 55).

Niðurstöður áðurnefnds Ráðuneytis SÞ er :

This paper has illustrated the ways that transnational organized crime is both a symptom and a cause of instability in a diverse range of regions around the world. Both organized crime and insurgency undermine the rule of law. (UNODC, United Nations Office on Drugs and Crime. 2010., pp 55).

To deal comprehensively with these intractable and interlinked issues, there can be no substitute for coordinated international action. (UNODC, United Nations Office on Drugs and Crime. 2010, pp 55)).

Niðurstöður SÞ er með öðrum orðum að skipulögð alþjóðleg glæpastarfsemi valdi óstöðugleika og grafi undan réttaröryggi. Til að takast á við þennan vanda, sé enginn annar kostur en alþjóðlega samhæfðar aðgerðir.

Í ljósi þess hve alvarlegum augum áðurnefnt Ráðuneyti S.Þ. lítur á afleiðingar alþjóðlegrar glæpastarfsemi, er hrópandi mótsögn það aðgerðaleysi sem viðgengst þegar um er að ræða morð á transfólki.

Svo virðist sem að glæpirnir haldi áfram svo lengi sem hatrið og fordómarnir gegn transfólki fá að þrífast. En það fá þeir eingöngu að gera svo lengi sem almenningur veit ekki af þeim og umfjöllun fjölmiðla auðmýkir minningu fórnarlambsins.

Höfundur: Anna Jonna Ármannsdóttir


Heimildir:

Ármannsdóttir, A. J. (2008, November 19). Tölfræði yfir morð á Transfólki. Hvað er hægt að gera við því? blog, . Sótt 20. nóv, 2010, from http://annajonna.blogspot.com/2008/11/tlfri-yfir-mor-transflki.html


UNODC, United Nations Office on Drugs and Crime. (2010 a). Crime and instability: case studies of transnational threats. UNODC, United Nations Office on Drugs and Crime. Sótt 20. nóv. 2010 af http://www.unodc.org/documents/data-and-analysis/Studies/Crime_and_instability_2010_final_26march.pdf


UNODC, United Nations Office on Drugs and Crime. (2010 b). Homicide Statistics, Criminal Justice Sources - Latest available year (2003-2008). United Nations Office on Drugs and Crime. Sótt 20. nóvember, 2010, from http://www.unodc.org/documents/data-and-analysis/Crime-statistics/Criminal_justice_latest_year_by_country.20100201.xls


Dan Frosch (2008), New York Times, “Death of a Transgender Woman Is Called a Hate Crime” . Sótt 25. nóv. 2008 af http://www.nytimes.com/2008/08/02/us/02murder.html?ref=us

Gwendolyn Ann Smith (2008), “9th Annual Transgender Day Of Remembrance” . Sótt 25. nóv. 2008 af http://www.gender.org/remember/day/


James Alan Fox, Marianne W. Zawitz (2008), U.S Department Of Justice, Office Of Justice Programs, Bureau Of Justice Statistics, Sótt 25. nóv. 2008 af http://www.ojp.usdoj.gov/bjs/homicide/hmrt.htm


2009-08-10

Hér er margt að ugga … öfug … ugga

Sýning Listahópsins Maddýar, er sýning sem áhorfandur taka þátt í og ramba inn í hvern heiminn á fætur öðrum. Stundum er eins og áhorfandinn sé að upplifa minningar annars fólks. Aðferðirnar eru áhrifaríkar og gera áhorfendur að þáttakendum sem þurfa að setja sig í spor annars fólks.

Ég upplifði aftur og aftur að sem áhorfandi var ég ein á sviðinu og áhorfandi að eigin sviðssetningu. Viðbrögð annarra áhorfanda eru einnig minnisstæð. Í dimmum kyndiklefa með ýmsum ryðguðum vélum stendur við hlið mér áhugaljósmyndari og mundar myndavélina eins og hún sé að mynda villt dýr í frumskógi rygðaðra röra og vélahluta. “Það er nakinn maður þarna inni. Hann kemur bráðum fram.” Eitt augnablik efaðist ég um hvort hún væri áhorfandi eða leikandi í sýningunni.

Í litlu þvottaherbergi situr ungur maður og segir sögu úr æsku sinni. Þvottasnúrur fullar af myndum frá æsku þessa unga manns. Þegar sögunni lýkur kemur í ljós að konan sem stendur við hlið mér er mamma hans. Hann segir söguna af ótrúlegri sannfæringu. Það er eins og að hann hafi í raun upplifað það sem hann segir frá. Það eina sem fær mig til að efast um söguna, er að ég veit að hún er sviðssett.

Móðirin svarar unga manninum af sömu sannfæringu, þegar hann spyr hvað henni finnist. Veruleikinn er óþægilega fljótandi. Til að grípa í eitthvað fast horfi ég á myndirnar úr æsku unga mannsins. “Þetta er alveg ótrúlega líkt þér” segi ég. “Já, þetta er mynd af mér” segir hann. Ég brosi vandræðalega og það rennur upp fyrir mér að sannleikurinn er oft ótrúlegri en uppspuni. Þegar sannleikurinn er sviðssettur eins og um uppspuna sé að ræða, getur venjulegt fólk verið algerlega sannfærandi.


Listasýningin er frábærlega öðruvísi og ögrandi. Í minningunni er hún eins og draumur annars fólks sem mig dreymdi ekki.

Aðgangur er ókeypis og athugið að mögulegt er að koma og fara að vild.

Síðasta sýning í Austurbæjarbíói í dag klukkan 18:00 til 20:00



2009-04-16

Orðræða um Transfólk

Ræða flutt á fundi TÍ. 1. apríl 2009


Orðræða um Transfólk


Góðu gestir, áheyrendur, vinir, og vinkonur,

það er löngu tímabært að við förum að ræða hvernig við tölum og hugsum um okkur sjálf og hvernig aðrir gera það.

Við getum auðvitað stundað einhverskonar skotgrafahernað, þar sem við ráðumst strax á hvern þann sem talar á niðrandi hátt um transgender fólk. Vi gætum t.d. fordæmt hvernig litríka pressan fjallar um transfólk. Þar er orðræðan eins og orðræðan var um kynvillinga var fyrir fleiri áratugum síðan. Við gætum rætt þetta út frá þeirri staðreynd að ákveðnir fjölmiðlar nota vald orðræðunnar til að lítillækka okkur sem minnihlutahóp. Staðan er þá sú, að aðili með mikil völd beitir sér gegn minnihlutahópnum.

Orðræða okkar verður þá svar okkar gegn valdbeitingunni og sagan hefur kennt okkur að svar við valdbeitingu, er valdbeiting. Í besta falli verður það valdbeiting án ofbeldis eins og Ghandi kenndi heiminum.

Ég held að það sé miklu betra að horfast í augu og ræða um þetta á jafningjagrundvelli og byrja á okkur sjálfum.

Valdbeiting í Orðræðu (Discursive abuse of power)


Það er þekkt meðal minnihlutahópa að þeir nota innbyrðis þau orð sem þau vilja ekki að fólk noti utan þeirra hóps. Afrískir bandaríkjamenn kalla hvern annann NIGGARA á góðlátlegan hátt. Gyðingar segja öðrum gyðingum forherta júðabrandara. Það kemur einngi fyrir í gríni og í gamni að einhver hommin kallar einhverna annan hommann fyirr kynvilling. Í öllum þessum tilfellum er ekki um að ræða valdamikinn aðila sem beitir sér gegn minnihlutahópnum eða gegn einstaklingnum. Þarna er í raun verið að gera valdbeitinguna sýnilega, með því að nota orðið án valdbeitingar.


Sá eða sú sem hefði opinberlega kallað núverandi forseta Bandaríkjanna fyrir niggara eða núverandi forsætisráðherra Íslands fyrir kynvilling eða kallað forsætisráðherra Ísraels fyrir júða, hefði stimplað sig inn í söguna sem kreddumaður, sem fordómamaður, sem þröngsýnismaður og sem ofstækismaður.

Valdbeiting í orðræðu gegn þessum minnihlutum er einfaldlega fordæmd á flestum vestrænum menningarsvæðum. Valdbeiting í orðræðu er hinsvegar ekki fordæmd í sjálfu sér. Þegar um er að ræða minnihlutahópa sem af einhverjum sökum ekki eiga upp á opinbert pallborð, virðist vera viðeigandi að beita þá valdi í orðræðu. Sem dæmi má nefna minnihlutahópana auðmenn og útrásarvíkinga. Á vissum menningarsvæðum eru samkynhneigðir ekki taldir eiga upp á pallborðið og kemur það skýrast fram í valdbeitingu í orðræðu um samkynhneigða.


Falin Valdbeiting í Orðræðu

Á tímum þrælahalds í Bandaríkjunum og þeirrar valdbeitingar sem þrælahald er í raun, þótti sjálfsagt og eðlilegt að kalla fólk “niggara”. Þetta var einfaldlega það orð sem valdastéttin vildi nota um þessháttar fólk. Valdastéttin taldi þetta vera góða og gilda málnotkun. Valdbeitingin í orðræðu var falin með því að gera orðið að ómissandi hluta af tungumálinu. Einnig var valdbeiting svo miklu meiri á öðrum sviðum, t.d. félagslega og réttarlega að fólk varð blint fyrir valdbeitingu í orðræðu.

Svo virðist sem að vissum aðilum þyki sjálfsagt og eðlilegt að kalla fólk kynvillinga, kynskiptinga og klæðskiptinga með þeim rökum að slíkt sé góð og gild málnotkun.

Þannig er valdbeitingin falin bak við góðan ásetning. Röksemdin virðist vera sú, að góður ásetningur hljóti að réttlæta valdbeitinguna. Gallinn við þá röksemd er að góð og gild málnotkun er möguleg án valdbeitingar.

Sem dæmi um góða og gilda málnotkun án niðrandi orðalags, má nefna fyrirspurn háttvirts þingmanns Guðrúnar Ögmundsdóttur dagsett 18. janúar 2007 til háttvirts forsætisráðherra fyrrverandi, Geirs Haarde, ásamt svari hans.


Villingar og skiptingar nútímans

Þegar kemur að orðunum kynvillingur, kynskiptingur og klæðskiptingur, sést töluverður munur á notkun orðanna. Hið svokallaða fjórða ríkisvald er svotil alveg hætt að nota orðið kynvillingur enda þykir það ekki lengur góð latína. Hinsvegar virðist það hafa sérstakt dálæti á orðunum kynskiptingur og klæðskiptingur.

Á bloggi mínu skrifaði ég í janúar 2007 um Umskiptinga Íslenskrar Tungu.

Eftir umfjöllun um orðið hamskipti sem er gott og gilt íslenskt orð, skrifaði ég meðal annars eftirfarandi setningu:

Nafnorðið hamskipti (en: n: metamorphosis, v: metamorphose) er eitt af upprunalegum orðum íslenskrar tungu, en eins og ofannefndar heimildir sýna er orðið hamskiptingur ónauðsynlegt. Vert er að taka eftir að öll orð sem enda á -skiptingur lýsa eiginleikum sem liggja utan þess sem eðlilegt getur talist.
Við notum orðið trans og merkingarlega er það tilvísun enska orðið transgender. Merkingin er alþjóðleg, og orðið er upprunalega latína og merkir yfir eða þverun. Til eru yfir 20 íslensk fyrirtæki í fyrirtækjaskrá íslands sem bera þetta orð í nafni sínu. Einnig má nefna orðið transfitusýra og er þar komið íslenskt efnafræðilegtheiti á sérstakri fitusýru.
Í efnafræðinni eru notuð hugtökin cis og trans sem andstæður. Í alþjóðlegri orðræðu transfólks, er talað um císfólk en það er fólk sem ekki er transfólk. Það er alveg ljóst að orðið trans var hluti af íslenskri tungu áður en transgender fólk tók það til sín.

Íslensk orð um efnið

Hugtakið transgender spannar stóran hóp fólks sem hefur það eitt sameiginlegt að vera í óhefðbundinni stöðu með kyn sitt. Sum þeirra fá aðgerð til leiðréttingar á kyni.
Við Jóna Ingibjörg vorum að ræða á fésbókinni orðanotkun fyrir orðið gender og skyld orð. Ég skrifaði meðal annars eftirfarandi:
Sæl Jóna,
má ég sýna þér litla grein sem ég var að skrifa í gærkvöldi og í nótt, en þar eru notuð orð sem eru náskyld nýyrðinu þínu: kynverund. Ég nota tvö orð yfir gender allt efti því í hvaða merkingu það er. Oriðn eru kyngervi og kynvitund. Kynsemd sá ég hjá landlæknisembættinu.
Hvað finnst þér?
og hún svaraði og skrifaði þetta:
Kyngervi = gender (hvaða kyn við sýnum út á við)
Kynímynd=kynvitund=kynsemd = gender identity (hvaða kyn við samsömum okkur með huglægt/tilfinningalega)
Kynferði = physical gender
og er ég lýsti áhuga mínum á betra orði fyrir gender, skrifaði hún þetta:
Ég hef aldrei verið hrifin af orðinu kyngervi, hér áður var talað um félagsleg kynhlutverk, þ.e.a.s. þá hegðun og hlutverk sem er félagslega áskapað. Við höfum okkar kyn-ferði, sem er líffræðilega kynið. Svo höfum við hið félagslega kyn, það sem sést út á við. Það vantar eitthvað skemmtilegt og ögrandi heiti hér, er sammála því en á meðan er kyngervi einn möguleiki því kyngervi breytast stöðugt.
Kæru áheyrendur, það er alveg ljóst að íslensk tunga er í mikilli þróun á þessu sviði. Það skiptir öllu máli hvernig hvert okkar notar málið. Í þessu sambandi langar mig að minna á nýlega auglýsingu þar sem ung stúlka les ljóð Þórarins Eldjárns:
Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði´ og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.
Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn nema ég og þú.

Góðu vinir og vinkonur: það gera vonandi fleiri en bara ég og þú.

2009-03-25

Fjölbreytni

Fjölbreytni

Spurning:

Ef karlar eru frá Mars og konur eru frá Venus, hvaðan ert þú þá?

Svar:

Þú ert frá lifandi plánetunni Jörðinni, sem er á milli þessara tveggja

lífvana pláneta.


Þekkingu mankyns hefur fleygt mikið fram síðan jörðin var talin vera flöt. Í dag vitum við töluvert um kynjafræði sem við vissum ekki fyrir hálfri öld.


Við vitum að líkamlegt kyn er ekki bara einn þáttur heldur fleiri. Helstu þættir líkamlegs kyns eru kynfæri, hormónastarfsemi, kynlitningar og nýrri rannsóknir sýna mismun á vissum hluta heilans eftir kyni.


Við vitum að líkamlegt kyn einhvers segir ekki til um hvoru kyninu hann mun hneigjast að. Við vitum einnig að kynfæri og kynvitund fylgjast stundum ekki að. Einnig vitum við litningar og kyngervi (en: physical gender ) fylgist stundum ekki að. Einnig er þekkt að kynsemd (en: gender identity) getur verið gagnstæð mörgum líkamlegum þáttum og einnig kynvitund (en: gender) . Vísindamenn vinna að rannskóknum á hvernig kynvitund tengist líkamlegum þáttum í heilanum, en ennþá hafa ekki fengist einhlít svör.


Þarna eru nefndir 6 þættir sem í sameiningu ákvarða kyn fólks. Ekki allir eru svo heppnir að sérhver af þessum kynákvarðandi þáttum, bendi allir á sama kyn. Ef kynsemd (en: gender identity) og kynfæri benda ekki til sama kyns, er það í læknisfræði kallað Gender Identity Disorder sem sumir kalla kynsemdarröskun eða kynáttunarvanda.


Staðalímyndir karla og kvenna sem andstæður, eru óraunhæfar. Sem hugmyndir eru þær jafn líflausar og pláneturnar Venus og Mars. Flest mannleg samfélög eru skipulögð samkvæmt þeirri tvíhyggju sem grundvallartvískipting kynsins er. Flest samfélög hafa stífa lagalega skilgreining á kyni sem einu af tveimur óbreytilegum andstæðum. Þessi tvíhyggja svarar ekki til raunveruleika mannlífsins.


  • Athugun á hvaða hópi fólks sem er, sýnir að líkamsútlit er ekki bara mismunandi samsvörun við þessar staðalímyndir, heldur sýnir slík athugun fjöldann allann af líkamsútliti.

  • Á því grunvallarstigi sem talið er vera litningakyn fólks, hafa erfðavísarnir í einni af hverjum 500 manneskjum, aðra kjarngerð en xx eða xy.

  • Eitt af hverjum 200 börnum er tvírætt á augljósustu birtingu kyns þess, sem eru ytri kynfæri þess. Hjá einu af hverjum 1000 börnum er frávikið það mikið, að læknar grípa til aðgerða til að leiðrétta það.

  • Þau félagslegu og tilfinningalegu einkenni sem við tileinkum körlum og konum, eru ekki strangt aðskilin, heldur eru þau eins og litróf frá raunsæi til innsæis, frá innhverfu til úthverfu og frá æðruleysi til viðkvæmni.


Í besta falli má sýna fram á tölfræðilegt samhengi við gefna skilgreiningu kynsins. Samtímis hefur skilgreiningin margar undantekningar.

Skipun samfélaga

Fólk skipar sér í samfélög samkvæmt samningi þess samfélags. Slíkur samningur getur t.d. verið stjórnarskrá, félagslög eða einhverskonar samkomulag. Innifalið í slíkum samningi eru alltaf reglur um útilokun úr samfélaginu og um réttarfar samfélagsins. Samfélagið hefur þannig rétt til að taka réttlátar ákvarðanir varðandi fólk, en ákvarðanirnar eru takmarkaðar af samningnum við fólkið og einnig af samningum við önnur samfélög.

Stjórntæki samfélaga

Staðalímyndir karla og kvenna eru stjórntæki fábreytninnar til að stjórna fjölbreytninni.


Gagnvart þeim fjölbreytileika sem er til í raun, er stíf aðgreining kynjanna bæði grimm og ónáttúruleg. Stíf aðgreining var einnig fundin upp í Suður Afríku, til að skilja að kynþætti í samræmi við kynþátta-aðskilnaðarstefnu þáverandi stjórnvalda. Þannig hélst við kerfisbundin mismunun.

Það er mótsagnakennt, að meðan við fyrirlítum að aðskilnaðarstefnu sé beitt gegn kynþáttum, beitum við aðskilnaðarstefnu gegn kyninu, af mestu ánægju.

2008-11-19

Tölfræði yfir morð á Transfólki

Af hverjum 100 þúsund manns eru milli 3 og 10 transgender. Þetta merkir að af þeim 300 milljón manns í Bandaríkjunum, eru milli 9 og 30 þúsund transfólk í allt.


Af þessum eru um það bil 8 transkonur og transmenn myrt á hverju ári í Bandaríkjunum einvörðungu.

[ http://www.gender.org/remember/day/who.html ]

Þetta svarar til morðtíðnar sem er milli 26 og 90 fyrir hvert 100 þúsund transfólk. Áætlað meðaltal yrði 58 transfólk fyrir hvert 100 þúsund transfólk.


Til samanburðar, er árleg morðtíðni í Bandarísku samfélagi 5,5 menn af hverjum 100 þúsund manneskjum.

Svart fólk er 6 sinnum líklegri til að verða myrt borið saman við kákasískt fólk.

[ http://www.ojp.usdoj.gov/bjs/homicide/tables/totalstab.htm ]


Miðað við Bandarískan almenning er transfólk í Bandaríkjunum 10 sinnum líklegra til að verða myrt.


2008-09-24

Little truth about a queen

I have been wondering about a film about the
filipinese Raquela

Those that have some ideas about the film,
and which I definitely recommend are:

Sass Rogando

Her wrintings about the film

The IMDB database about the film.
http://www.imdb.com/

Marketet as a Cinderella story on M Comet and on Star Mo Meter

See trailer:
http://www.hollywood.com/trailer/The_Amazing_Truth_About_Queen_Raquela/5303945

Hopefully others will also have some opinions on this flilm.

2008-09-19

Svolítill sannleikur um Drottningu

Ég hef verið að velta fyrir mér kvikmynd um
hina filipeysku Raquelu.

Þau sem hafa gert sér hugmyndir um hana og
sem ég mæli eindregið með eru:

Sass Rogando

Skrif hennar um kvikmyndina

IMDB Gangagrunnurinn um kvikmyndina.
http://www.imdb.com/

Markaðssett sem Öskubuska á M Comet og á Star Mo Meter

Sjá trailer:
http://www.hollywood.com/trailer/The_Amazing_Truth_About_Queen_Raquela/5303945

Vonandi munu einnig aðrir gera sér hugmyndir um þessa
kvikmynd.

2008-08-20

hver er kominn í undanúrslit?

Þó ég óski Íslenska karlalandsliðinu í Handbolta til hamingju með að vera komið í undanúrslit, er ég pirruð vegna ummæla þularins í íslenska sjónvarpinu sem sagði orðrétt:
Við erum komnir í undanúrslit
og átti þannig við íslensku karlþjóðina.

Þannig útilokaði hann þann helming íslensku þjóðarinnar sem er kvenkyns. Það er einmitt svona hlutir sem gera að jafnrétti er ekki raunin í íslensku þjóðfélagi. Það sem verra er: Konur eru meðvirkar í þessu og finnst þetta alveg sjálfsagt. ÞAÐ FINNST MÉR EKKI!
Eftir 30 ára misheppnaða jafnréttisbaráttu, er kominn tími til að konur byrji að standa með sjálfum sér!

2008-03-24

Fljúgandi Gítar

Oft hefur gítar verið með í för minni milli Færeyja og Íslands. Aftur og aftur hefur maðurinn minn tekið gítarinn með sem handfarangur því annars má reikna með að hann eyðileggist á leiðinni, ef hann er í mjúkri tösku. Fyrir um ári síðan, keypti hann sér harða tösku undir gítarinn og síðan hefur hann verið tekinn sem venjulegur farangur með hinum töskunum.

Við mættum með farangurinn á Reykjavíkurflugvöll kl 12:50 en vélin átti að fara af stað um kl 13:30. Hann benti mér fljótlega á að fyrir framan okkur í röðinni voru Eivør og Jón Tyril með farangur og hljóðfæri. “Hún verður að fá að taka þetta sem handfarangur” sagði ég. Hann leit á mig og samsinnti. Við fylgdumst vel með þegar kom að því að afhenda farangurinn. Þau áttu í nokkrum samræðum við starfsfólkið, og loks afhenti hún gítarinn sinn, sem var í mjúkri tösku. Hann var settur á færibandið með stórum og þungum töskum.


Röðin kom að honum og brátt var búið að afhenda farangur og ganga frá farmiða. Þau stóðu stutt frá okkur, og ég stóðst ekki mátið, heldur gekk til þeirra og spurði Eivøru á færeysku hvort henni hefði verið neitað um að taka gítarinn sinn með sem handfarangur. "Já, ég mátti ekki taka hann með. Það eru komnar nýjar reglur.” Maðurinn minn spurði hana hvort þetta hafi verið dýr gítar, og hún kinkaði kolli. Við ræddum um meðferðina á farangrinum og hversu viðkvæm þessi hljóðfæri eru. Eivør var nokkuð viss um að ef gítarinn skemmdist, fengi hún það ekki bætt. Síðan skildu leiðir og hún kinkaði kolli í kveðjuskyni.

Maðurinn minn taldi að þetta væri allt öðruvísi en hjá Atlantic Airways, þrátt fyrir að ferðin væri á vegum þessa flugfélags. Mér fannst þetta ástand alveg ótækt og sagði við manninn minn að ég ætlaði að ræða aðeins við starfsfólkið sem stóð þarna við afgreiðsluborðið. Á meðan ég gekk þau tíu skref sem voru að afgreiðsluborðinu, ákvað ég að nefna fyrst gítar Eivørar, síðan gítar mansins míns og mjúku töskuna sem hann notaði einu sinni en er nú farinn að nota harða tösku. Hann tók gítarinn áður sem handfarangur en ekki nú. Síðan aftur í gítar Eivørar, og hversu dýrmætur hann er fyrir hana. Að sjálfsögðu nefndi ég ekki að hún hafði skilið hörðu töskuna eftir í Færeyjum.

Í ljós kom, að Atlantic Airways höfðu hert reglur um handfarangur fyrir um mánuði síðan og að starfsfólkið var bara að fylgja þeim reglum sem þeim voru settar. Starfsfólkið var sammála mér í því að hún hefði greinilega fengið að taka gítarinn með sem handfarangur frá Færeyjum, og því væri Atlantic Airways ekki að fylgja eigin reglum. En svona voru reglurnar og því ekkert að gera. Ég brosti í kveðjuskyni og kinkaði kolli til starfsfólksins. Síðan bar þar að öryggisvörð flugvallarins og við þekktumst frá fyrra starfi. Ég vinkaði henni, heilsaði og kvaddi allt í senn.

Það var erfitt að kveðja manninn minn og stutt í tárin. Honum er illa við að kyssast á opinberum stöðum og vildi helst kveðja mig stuttlega. Hann fékk ekki að ráða. Eftir að hafa kvaðst tvisvar kvöddumst við innilega í inngangi flugstöðvarinnar.

Ég var rétt búin að leggja bílnum við vinnuna mína hjá Háskólabíói, þegar maðurinn minn hringdi í mig. “Þau létu Eivøru fá gítarinn aftur!” Hrifningin í rödd hans var greinileg og ég hló af gleði. Hann var á leiðinni út í flugvélina og fannst að ég yrði að fá að vita þetta, þar sem ég ætti líklega einhvern þátt í þessu. Við kvöddumst aftur og ég hugsaði hlýlega til starfsfólksins á flugvellinum og til öryggisvarðarins sem líklega átti sinn þátt í þessu. Nú ætlaði ég að hlusta aftur á flövuna Mannabarn eftir Eivøru.