2009-03-25

Fjölbreytni

Fjölbreytni

Spurning:

Ef karlar eru frá Mars og konur eru frá Venus, hvaðan ert þú þá?

Svar:

Þú ert frá lifandi plánetunni Jörðinni, sem er á milli þessara tveggja

lífvana pláneta.


Þekkingu mankyns hefur fleygt mikið fram síðan jörðin var talin vera flöt. Í dag vitum við töluvert um kynjafræði sem við vissum ekki fyrir hálfri öld.


Við vitum að líkamlegt kyn er ekki bara einn þáttur heldur fleiri. Helstu þættir líkamlegs kyns eru kynfæri, hormónastarfsemi, kynlitningar og nýrri rannsóknir sýna mismun á vissum hluta heilans eftir kyni.


Við vitum að líkamlegt kyn einhvers segir ekki til um hvoru kyninu hann mun hneigjast að. Við vitum einnig að kynfæri og kynvitund fylgjast stundum ekki að. Einnig vitum við litningar og kyngervi (en: physical gender ) fylgist stundum ekki að. Einnig er þekkt að kynsemd (en: gender identity) getur verið gagnstæð mörgum líkamlegum þáttum og einnig kynvitund (en: gender) . Vísindamenn vinna að rannskóknum á hvernig kynvitund tengist líkamlegum þáttum í heilanum, en ennþá hafa ekki fengist einhlít svör.


Þarna eru nefndir 6 þættir sem í sameiningu ákvarða kyn fólks. Ekki allir eru svo heppnir að sérhver af þessum kynákvarðandi þáttum, bendi allir á sama kyn. Ef kynsemd (en: gender identity) og kynfæri benda ekki til sama kyns, er það í læknisfræði kallað Gender Identity Disorder sem sumir kalla kynsemdarröskun eða kynáttunarvanda.


Staðalímyndir karla og kvenna sem andstæður, eru óraunhæfar. Sem hugmyndir eru þær jafn líflausar og pláneturnar Venus og Mars. Flest mannleg samfélög eru skipulögð samkvæmt þeirri tvíhyggju sem grundvallartvískipting kynsins er. Flest samfélög hafa stífa lagalega skilgreining á kyni sem einu af tveimur óbreytilegum andstæðum. Þessi tvíhyggja svarar ekki til raunveruleika mannlífsins.


  • Athugun á hvaða hópi fólks sem er, sýnir að líkamsútlit er ekki bara mismunandi samsvörun við þessar staðalímyndir, heldur sýnir slík athugun fjöldann allann af líkamsútliti.

  • Á því grunvallarstigi sem talið er vera litningakyn fólks, hafa erfðavísarnir í einni af hverjum 500 manneskjum, aðra kjarngerð en xx eða xy.

  • Eitt af hverjum 200 börnum er tvírætt á augljósustu birtingu kyns þess, sem eru ytri kynfæri þess. Hjá einu af hverjum 1000 börnum er frávikið það mikið, að læknar grípa til aðgerða til að leiðrétta það.

  • Þau félagslegu og tilfinningalegu einkenni sem við tileinkum körlum og konum, eru ekki strangt aðskilin, heldur eru þau eins og litróf frá raunsæi til innsæis, frá innhverfu til úthverfu og frá æðruleysi til viðkvæmni.


Í besta falli má sýna fram á tölfræðilegt samhengi við gefna skilgreiningu kynsins. Samtímis hefur skilgreiningin margar undantekningar.

Skipun samfélaga

Fólk skipar sér í samfélög samkvæmt samningi þess samfélags. Slíkur samningur getur t.d. verið stjórnarskrá, félagslög eða einhverskonar samkomulag. Innifalið í slíkum samningi eru alltaf reglur um útilokun úr samfélaginu og um réttarfar samfélagsins. Samfélagið hefur þannig rétt til að taka réttlátar ákvarðanir varðandi fólk, en ákvarðanirnar eru takmarkaðar af samningnum við fólkið og einnig af samningum við önnur samfélög.

Stjórntæki samfélaga

Staðalímyndir karla og kvenna eru stjórntæki fábreytninnar til að stjórna fjölbreytninni.


Gagnvart þeim fjölbreytileika sem er til í raun, er stíf aðgreining kynjanna bæði grimm og ónáttúruleg. Stíf aðgreining var einnig fundin upp í Suður Afríku, til að skilja að kynþætti í samræmi við kynþátta-aðskilnaðarstefnu þáverandi stjórnvalda. Þannig hélst við kerfisbundin mismunun.

Það er mótsagnakennt, að meðan við fyrirlítum að aðskilnaðarstefnu sé beitt gegn kynþáttum, beitum við aðskilnaðarstefnu gegn kyninu, af mestu ánægju.