2010-11-20

Minningardagur Transfólks

Í yfir 140 löndum er hinn 20. nóvember tileinkaður minningu þess fólks sem var drepið vegna and-transgender haturs eða fordóma. Á alþjóðlega vísu hefur þessi dagur fengið nafnið TDOR ( Transgender Day Of Rememberance ) . Atburðurinn er haldinn í nóvember til heiðurs Rita Hester, en morðið á henni sem framið var 28. Nóv 1998 varð upphafið að vefverkefninu "Remembering Our Dead" og í San Francisco var kertaljósvaka árið 1999. Eins og flest morðmál gegn transgender, hefur morðið á Ritu Hester ekki enn verið leyst.

Í umræðunni um kreppuna kom oft fram það sjónarmið, að talað skyldi gætilega um kreppuna, að aðgát skyldi höfð í nærveru sálar. Í umfjöllun fjölmiðla um morðið á Ritu var ekki höfð mikil aðgát í nærveru sálna. Mörgum vina hennar sárnaði það virðingarleysi sem lífi hennar var sýnt með því að gera að engu kynhlutverk hennar sem hún hafði lifað í, tíu ár á undan. Verkið sem morðinginn hóf, með því að eyða lífi hennar vegna þess að hún vildi lifa sem kona, ljúka fjölmiðlar með því að eyða minningu hennar sem konu.

Tilgangur Minningardags Transfólks, er að vekja athygli almennings á hatursglæpum gegn transfólki, nokkuð sem fjölmiðlar standa sig illa í. Ekki eru öll þau endilega transgender, sem minnst er á Minningardegi Transfólks, heldur voru þau fórnarlömb ofbeldis sem beint er gegn transfólki. Oftast gerir umfjöllun um þessa glæpi lítið úr fórnarlömbunum og hatrinu gegn þeim. Morðingjarnir fremja glæp sinn til að eyða fórnarlömbunum og til að auðmýkja minningu þeirra og eyða henni.

Sú réttláta reiði sem við finnum þegar við lesum um glæpina gegn transfólki þarf að umbreytast í fyrirgefningu glæpsins og blessun á minningu fórnarlambsins því þannig vinnur kærleikurinn á hatrinu.

Til að halda minningu fórnarlambanna á lofti og heiðra þau, er mikilvægt að Minningardagur Transfólks sé skýrt aðgreinur frá öðrum atburðum. Með því að koma saman, syrgjum við og heiðrum líf þessara látnu systra okkar og bræðra. Þetta gerum við ekki síst fyrir okkur sjálf, því við vitum aldrei hvaða manneskja verður næsta fórnarlamb hatursins.

“Á síðasta áratug, hafa látist meira en ein manneskja á mánuði vegna haturs eða fordóma gagnvart transfólki, án tillits til annarra þátta í lífi þeirra. Ekkert dregur úr þessari tilhneigingu.” [ Gwendolyn Ann Smith (2008) http://www.gender.org/remember/day/what.html ]

Samkvæmt Gwendolyn virðist morðtíðnin ekki vera minnkandi. Þar sem transfólk er aðeins um 10 til 30 af hverjum 100 þúsund íbúum er gagnslaust að bera morðtíðnina beinlínis saman við morðtíðni venjulegs almennings. Raunhæfara er að bera morðtíðnina við raunverulegan fjölda transfólks. Þá kemur í ljós að morðtíðnin er einhversstaðar á milli 26 og 90 fyrir hvert 100 þúsund transfólk á hverju ári (Anna Jonna Ármannsdóttir 2008) .

Til samanburðar má geta að hæsta morðtíðni í löndunum heims er milli 50 og 60 manns af hverjum 100 þúsund á ári samkvæmt Ráðuneyti Sameinuðu Þjóðanna gegn Eiturlyfjum og Glæpum (2010 a) eins og sést á meðfylgjandi mynd.





(UNODC, 2010 a, pp. 23).

Þannig má álykta að transfólk í Bandaríkjunum sé í álíka mikilli hættu og almenningur í þeim löndum sem hafa hæstu morðtíðni í heimi.

Tilsvarandi mynd morðtíðni á fjórum svæðum en Brasilía er tekin fyrir sérstaklega vegna þess að ein af hverjum 2000 transmanneskjum er drepin í því landi.
Myndir sýnir þróunina síðustu 2 árin og að morðtíðnin á transfólki í Evrópu og Bandaríkjunum, sé á svipuðum stað og morðtíðnin á venjulegum almenningi í hættulegustu löndum heims.





Mikilvægt er að hafa í huga að verið er að bera saman epli og appelsínur, því þarna er annarsvegar um að ræða minnihlutahóp sem sætir ofbeldi meirihlutans, og hinsvegar heilar þjóðir í þríhyrningnum í Mið Ameríku, þar sem skipulögð glæpastarfsemi og ólögleg viðskipti með aðallega heróín og kókaín veldur gríðarlegu mannfalli. (UNODC, 2010 a, pp 55).

Niðurstöður áðurnefnds Ráðuneytis SÞ er :

This paper has illustrated the ways that transnational organized crime is both a symptom and a cause of instability in a diverse range of regions around the world. Both organized crime and insurgency undermine the rule of law. (UNODC, United Nations Office on Drugs and Crime. 2010., pp 55).

To deal comprehensively with these intractable and interlinked issues, there can be no substitute for coordinated international action. (UNODC, United Nations Office on Drugs and Crime. 2010, pp 55)).

Niðurstöður SÞ er með öðrum orðum að skipulögð alþjóðleg glæpastarfsemi valdi óstöðugleika og grafi undan réttaröryggi. Til að takast á við þennan vanda, sé enginn annar kostur en alþjóðlega samhæfðar aðgerðir.

Í ljósi þess hve alvarlegum augum áðurnefnt Ráðuneyti S.Þ. lítur á afleiðingar alþjóðlegrar glæpastarfsemi, er hrópandi mótsögn það aðgerðaleysi sem viðgengst þegar um er að ræða morð á transfólki.

Svo virðist sem að glæpirnir haldi áfram svo lengi sem hatrið og fordómarnir gegn transfólki fá að þrífast. En það fá þeir eingöngu að gera svo lengi sem almenningur veit ekki af þeim og umfjöllun fjölmiðla auðmýkir minningu fórnarlambsins.

Höfundur: Anna Jonna Ármannsdóttir


Heimildir:

Ármannsdóttir, A. J. (2008, November 19). Tölfræði yfir morð á Transfólki. Hvað er hægt að gera við því? blog, . Sótt 20. nóv, 2010, from http://annajonna.blogspot.com/2008/11/tlfri-yfir-mor-transflki.html


UNODC, United Nations Office on Drugs and Crime. (2010 a). Crime and instability: case studies of transnational threats. UNODC, United Nations Office on Drugs and Crime. Sótt 20. nóv. 2010 af http://www.unodc.org/documents/data-and-analysis/Studies/Crime_and_instability_2010_final_26march.pdf


UNODC, United Nations Office on Drugs and Crime. (2010 b). Homicide Statistics, Criminal Justice Sources - Latest available year (2003-2008). United Nations Office on Drugs and Crime. Sótt 20. nóvember, 2010, from http://www.unodc.org/documents/data-and-analysis/Crime-statistics/Criminal_justice_latest_year_by_country.20100201.xls


Dan Frosch (2008), New York Times, “Death of a Transgender Woman Is Called a Hate Crime” . Sótt 25. nóv. 2008 af http://www.nytimes.com/2008/08/02/us/02murder.html?ref=us

Gwendolyn Ann Smith (2008), “9th Annual Transgender Day Of Remembrance” . Sótt 25. nóv. 2008 af http://www.gender.org/remember/day/


James Alan Fox, Marianne W. Zawitz (2008), U.S Department Of Justice, Office Of Justice Programs, Bureau Of Justice Statistics, Sótt 25. nóv. 2008 af http://www.ojp.usdoj.gov/bjs/homicide/hmrt.htm


Engin ummæli: