2007-08-13

Transgender Cyborg

Trans Ísland tekur vonandi þátt í Hinsegin Dögum árið 2008 sem sjálfstætt félag. Í rúmlega eitt og hálft ár hef ég gengið með hugmyndir um hvernig við getum fylgt stefnu Homma og Lesbía, síðustu áratugi í göngunni: Að staðfesta alla fordómana, sýna lífsgleði, frumkvæði og sköpun.

Þeir fordómar sem Transgender fólk mætir oft, er að við breytum líkömum okkar svo mikið að talað er um að við séum með gerfibrjóst, gerfikynfæri, gerfihár, gerfikinnbein, gerfinef, kyngerfi og svo framvegis. Einnig virðist fólk óttast að hægt sé að smitast og verða Transgender.

Þessa fordóma ættum við að staðfesta í næstu göngu, og gera það af sannfæringu og lífsgleði.


Þekkt er tengingin milli Transgender og Cyborg, en þau síðarnefndu koma fyrir í skáldsögum og kvikmyndum, allt frá Frankenstein eftir Mary Shelley, og fram í vísindaskáldsögur seinustu áratuga. Má þar helst nefna Star trek kvikmyndirnar, en í þeim höfðu Borgir ráðist á mannfólkið til að útrýma því. Borg þessi voru lifandi vélmenni sem ætluðu að ná heimsyfirráðum og breyta öllum í lifandi vélmenni. Mannfólkið fékk eftirfarandi orðsendingu: “We are Borg! Resistance is Futile. Prepare to be assimilated.” (is: Við erum Borgir! Andspyrna er gagnslaus. Búið ykkur undir aðlögun! )


Reglan er að Cyborgirnar eru ómenni sem bera ekki virðingu fyrir neinu. Oft eru þær skúrkar eða glæpamenn. Einnig eru til undirgefnar Cyborgir og er þeim þá treystandi fyrir einföldum störfum. Fjallað hefur verið um þetta m.a. á ráðstefnu nýverið í Bandaríkjunum um Félagslegar Rannsóknir. Þar voru meðal annarra nefnd tengslin milli kynþátta og Cyborg myndhverfingarinnar. Einnig voru nefndar hugmyndir um intersex og Cyborg líkamningu. Síðast en ekki síst var fjallað um skáldsögu Angelu Carter: Ástríða hinnar nýju Evu. Titillinn var “’I would rather be a cyborg than a goddess’: The Transgender Cyborg and Embodiment in Angela Carter’s 'The Passion of New Eve'”


Aðrar athuganir á skáldsögum þar sem Cyborg kemur við sögu, virðast sýna að Cyborg er í flestum tilfellum kvenkyns. Þessar athuganir virðast sýna Cyborgina sem póstmódernístíska myndhverfingu fyrir kvenlega undirgefni. Þannig er verið að letja gangrýna umræðu um kynþætti í alþjóðlegum kvikmyndum.


Birting okkar sem Transgender Cyborgir myndi staðfesta alla fordómana og að auki myndum við ýta verulega við umræðu um jafnréttismál kynjanna og kynþátta, ásamt því að ýta við umræðu um jafnrétti fatlaðra.


Mín hugmynd er því að Trans Ísland taki þátt í Gay Pride 2008 og verði Cyborgir. Töluverð vinna hefur þegar verið lögð í að finna hæfilegt grafískt útlit og tillögur að búningum og útliti.


.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn verða póstmódernístísk myndhverfing fyrir kvenlega undirgefni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nafna þú ert flott í "séð og heyrt"

takk fyrir seinast
Anna (og Tomas lika)