Í nýlegri grein minni um meðferð kærumáls fyrir siðanefnd
B.Í., skrifaði ég að Arna Schram hefði verið að tala um áðurnefnt
kærumál þegar hún sagði eitthvað á þá leið að það ætti ekki
að drepa sendiboðann.
Ég vill biðjast afsökunar á þessari rangtúlkun, hún var ekki að
tala sérstaklega um þetta mál heldur almennt um blaðamennsku.
Mér var bent á þetta í gær, og þá áleit ég ekki að ég hefði rangtúlkað
en samt var ég ekki alveg ósammála ábendingunum.
Þegar ég hafði lesið greinina yfir og borið saman við ábendingarnar,
skipti ég um skoðun og var þá sammála Örnu um að hér væri um
rangtúlkun að ræða af minni hálfu.
Nú er alltaf ódýrt að að biðjast afsökunar, þegar maður
hefur náð sínu fram. Ég kýs þó frekar að breyta greininni, og
fjarlægja rangtúlkanirnar áður en hún verður gefin út, eða a.m.k.
birta þessa afsökunarbeiðni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli