2007-04-29

Embættismenn Fjórða Ríkisvaldsins og Sendiboðar Sannleikans.

Siðanefnd Blaðamannafélag Íslands, tilkynnti fimmtudag 26. apríl s.l.,

að taka ekki til umfjöllunar, kæru á hendur Eiríki Jónssyni, vegna

umfjöllunar hans í tímaritinu Séð og Heyrt, um morðtilraun á

transgender manneskju.

Umfjölluninni var neitað á þeim forsendum að kærendur

Anna Jonna Ármannsdóttir þá í bráðabirgðastjórn

Trans-Íslands, Félags Transgender fólks á Íslandi

og Samtökin 78 sem nýlega hafa tekið transfólk undir sinn væng,

væru ekki málsaðilar og hefðu því ekki rétt til að kæra vegna þessa.


Á opnum fundi Samtakanna 78 laugardag 28. apríl, talaði Arna Schram,

formaður Blaðamannafélags Íslands, almennt um blaðamennsku og að

ekki ætti að drepa sendiboðann.

Þarna er tilvísun í Grískt leikrit eftir Sofokles skrifað u.þ.b. 400 árum fyrir

fæðingu krists, en í því er talað um að sendiboðinn ráði ekki hvaða skilaboð

hann fer með og hafi engin áhrif á þau. Hann er eingöngu sendiboði þess sannleika

sem honum hefur verið fenginn í hendur.

Sendiboðar Sannleikans

Ferill Eiríks Jónssonar sem sendiboði sannleikans hefur verið ansi litríkur.

Í þessu máli gerðist hann sendiboði þess sannleika sem kemur af vörum

ofbeldismanns þegar hann hélt því í raun fram að transkonan sem hann

reyndi að myrða, væri réttdræp. Mannorðsmorð á fórnarlambi árásarinnar,

og árás á transgender fólk sem minnihlutahóp, var einnig sá sannleikur

sem Eiríkur Jónsson gerðist sendiboði fyrir.

Stuttu eftir að greinin kom út í tímariti Séð og Heyrt, hótaði ofbeldismaðurinn

Eiríki Jónssyni lífláti vegna þess að í greininni hafði komið fram að

transkonan hefði verið kærasta ofbeldismannsins. Samkvæmt áreiðanlegum

heimildum innan útgáfufélagsins Birtings, fór Eiríkur Jónsson á

fund ofbeldismannsins en til öryggis tók hann nokkra sterka menn með sér.

Nú skal geta þess, að líflátshótanir varða við refsilög, en slíka smámuni þótti

Sendiboða Sannleikans ekki þess verða að almannahagsmunir þyrftu að

vita af þessu. Eiríkur Jónsson, sjálfútnefndur Sérlegur Sendiboði

Sannleikans ákvað að þegja um sannleikann.


Embættisglöp Fjórða Ríkisvaldsins

Boðskapur ofbeldismanns og mannorðsmorð í framhaldi af árásinni, komst

á síður tímaritsins án þess að embættismenn fjórða ríkisvaldsins aðhefðust

nokkuð. Þeir vöknuðu hinsvegar til dáða og til varnar sérlegs sendiboða

sannleikans, þegar undirrituð og Samtökin 78 kærðu þessa umfjöllun til

Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Svar þeirra var á þá leið, að kærendur

eru ekki beinir málsaðilar. Afstaða Siðanefndar B.Í. er semsé, að eingöngu

sú manneskja sem varð fyrir árásinni geti kært umfjöllunina.


Óvinnandi Vegur.

Sjálft fórnarlamb árásarinnar, skilur ekki íslensku nægilega vel og

hefur ekki næga þekkingu til að geta kært árásina. Hún skilur heldur ekki

umfjöllunina eða hvaða afleiðingar hún hefur fyrir allann þann minnihlutahóp

sem transgender fólk er.

Kröfur Siðanefndar B.Í. eru þessar:

Fórnarlamb árásarinnar, verður sjálft að skrifa tímaritinu, í von um að tímaritið birti

leiðréttingu eða afsökunarbeiðni. Hér sjáum við verulegan mun á aðstöðu málsaðila.

Í þessu máli er sjálfur sendiboði sannleika ofbeldismannsins, sem að baki sér

hefur Mikael Torfason ritstjóra tímaritsins Séð og Heyrt, en það hefur að baki sér

milljónaútgáfufyrirtækið Birting, sem einnig gefur út mörg önnur

tímarit.

Hinsvegar er fórnarlamb árásarinnar, sem er andlega og líkamlega í sárum,

mállaus og með mjög takmarkaða möguleika á að leita sér aðstoðar.

Hún hefur engann möguleika á að meta hvort hún muni gefa ofbeldismanninum

enn og aftur færi á sér með því að skrifa tímaritinu, en hafa skal í huga að hann

hélt því fram í grein Eiríks, að ásetningur hans hefði verið að drepa transkonuna,

hann hefði ekki getað annað, og jafnframt að hann hefur hótað fólki á Séð og Heyrt

lífláti, eftir að greinin birtist.


Mesta óréttlætið

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands, leggur þennan gífurlega aðstöðumun að jöfnu en

hindrar jafnframt Samtökin 78 og Trans-Ísland í að kæra.

Hanne Reintoft félagsráðgjafi í Danmörku sagði einhverntíma í útvarpsviðtali:

“Mesta óréttlætið er kannski að legga það að jöfnu sem ekki er jafnt.”


Ég tel að meðal annars þetta mál, gefi tilefni til að skoða nánar vinnuaðferðir og siðfræði

Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands.




.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn verða lagður að jöfnu við þjóðlega og sósíalístísiska flokka.

Engin ummæli: