Í kvikmyndinni TRANSAMERICA leikur Felicity konuna Bree og virðist sem að hún sé svolítið óörugg með sína persónu sem virðist stundum mjög stíf og stundum hreinlega aumkunarverð. Á hinn bóginn skilar Felicity alveg snilldar leik bæði í Desperate Housewifes og í TRANSAMERICA hvað varðar drama. Í báðum þessum hlutverkum skilar hún mjög skýrri frásögn af aðstæðum persónunnar sem hún leikur.
Aðstæður Bree eru dæmigerðar fyrir hlutverk hennar. Bree er á leið í aðgerð til leiðréttingar á kyni, og viku áður en hún á að mæta á í aðgerðina sem hún bókaði ár fyrirfram, hringir til hennar ungur maður í fangelsi og segist vera sonur Stanley og hvort Stanley sé heima. Hún bregst við með því að segja að Stanley búi ekki lengur hér og leggur á. Hún hættir að hugsa um símtalið en í undirmeðvitund hennar byrjar eitthvað að bærast.
Áhorfandinn kynnist henni og lífi hennar eins og hún upplifir það og einmitt þessi miðlun er aðalsmerki Felicity sem leikkonu. Á meðan við kynnumst Bree og umhverfi reytir leikstjórinn hvern brandarann á fætur öðrum af Bree og umhverfi hennar. Þar eru setningar eins og “I try to blend in. Keep a low profile.” og “It discusts me, I don't even like looking at it. What about friends? They don't like it either.”, “This is the voice ...” og margar aðrar. Maður verður að sjá þetta í samhengi við myndina til að skilja þetta.
Bree er hrædd um að áætlun hennar um aðgerð verði að engu ef hún fer að vasast í málum unga mannsins sem hringdi í hana, því eins og hún segir “Nothing is gonna stop me from checking into that hospital next week. I'm not gonna get dragged back into Stanleys old life.” Einmitt þessi hræðsla Bree er sú þungamiðja sem drama myndarinnar snýst um. Þessi hræðsla er að brjóta hana niður og hún keyrir hana einnig miskunnarlaust áfram til að gera það sem hún gerir.
Um 10 mínútum eftir að myndin hefst er áhorfandanum gert ljóst það sem einhver þungarokksveitin söng einhverntíma í lagi er hljómaði nokkuð á þessa leið: “She may be a father, but she sure ain't no dad!” Bree fær að vita að hún fái ekki að fara í aðgerð nema að hún athugi um örlög þessa unga manns því hann er líklega sonur hennar.
Ég ætla ekki að taka ánægjuna frá þeim sem ætla að sjá þessa mynd heldur einungis vill ég láta nægja að segja að þau hittast og það drama sem spinnst er undirstaða myndarinnar og hrærir jafnvel við tilfinningum þeirra er afskrifa kyn hennar með orðum sem ríma við orð eins og kynvillingur og vitleysingur.
Fyrir fólk sem álítur að fjölskyldan er einungis mamma, pabbi og börn er mynd eins og þessi eins og köld vatnsgusa í andlitið. Ekki er víst að allir bregðist vel við slíkri sjokkmeðferð og vill verða svo að fólk reyni að ríghalda í staðalímyndir um kyn og kynhlutverk í staðinn fyrir að vakna og opna augun fyrir raunveruleikanum.
Ég ætla að ljúka þessum pistli með setningu úr myndinni sem lýsir þessari afstöðu nokkuð vel: “Dude I thought you wera a real guy.” “WE WALK AMONG YOU!”
VIÐ GÖGUM Á MEÐAL YKKAR!
Við erum hluti af ykkur og því verður ekki breytt með skiltum, stimplum, eða orðum sem stía okkur af frá samfélaginu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli