2005-09-26

Tapaðir málstaðir.

Var að bæta við mig áskriftum á freshmeat , þegar ég rakst á grein sem varð mér umhugsunarefni. Ég ákvað að snúa sjálfshæðni tekstans upp á skrif mín.

Skrif þessi eru tapaður málstaður. Stuttum tíma eftir að þau eru birt, breytist það sem skrifað er um og skrifin verða úreltar og óuppfærðar upplýsingar. Verst er þó, að það fólk sem helst ætti að lesa skrif mín, nennir því ekki.

Tilgangur minn með skrifum mín er þó, eins og flestir tapaðir málstaðir, göfugur og því held ég áfram að skrifa.